Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar.
Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD
— Formula 1 (@F1) March 4, 2023
Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin.
Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi.
Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti.
Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3
— Formula 1 (@F1) March 4, 2023