Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 07:00 Amanda Stavely (fyrir miðju) er á meðal eigenda Newcastle og átti milligöngu um kaup PIF á félaginu. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle. Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum. Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum.
Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti