Katrín Tanja skiptir bókstaflega um lit á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2023 08:20 Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar að breyta mörgum hlutum hjá sér á nýju ári. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir missti af heimsleikunum í fyrra þeim fyrstu í átta ár. Katrín hefur breytt miklu síðan þá. Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað. CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Katrín Tanja var flutt heim til Íslands í fyrra og æfði með Anníe Mist Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík fyrir síðasta tímabil. Nú er Katrín flutt aftur til Bandaríkjanna en ekki á Austuströndina þar sem hún æfði í mörg ár undir stjórn Ben Bergeron hjá CrossFit New England. Katrín Tanja er í staðinn komin alla leið til Idaho fylkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Katrín Tanja hefur ekki aðeins breytt um heimili frá því á síðasta tímabili heldur hefur hún einnig sótt um bandarískt ríkisfang og keppir á þessum heimsleikum undir fána Bandaríkjanna en ekki þeim íslenska. Katrín hætti þó ekki þar því hún ákvað að breyta líka um útlit. Katrín frumsýndi nýja háralitinn á dögunum. Það mun taka smá tíma að venjast dökkhærðri Katrínu Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Með þessu útspili er enginn vafi lengur að við munum sjá splunkunýja Katrínu Tönju á árinu 2023. Hvað það skilar henni árangurslega verður spennandi að sjá. Það er þekkt þegar Katrín kom gríðarlega sterk til baka eftir að hafa misst af heimsleikunum árið 2014. Katrín kom til baka á næsta ári og varð heimsmeistari. Hún varði síðan heimsmeistaratitilinn árið eftir. Katrín endaði í tíunda sæti á heimsleikunum 2021 en hafði þar áður verið á topp fimm á sex heimsleikum í röð. Opni hluti undankeppninnar er nú að klárast og framundan eru átta manna úrslitin þar sem keppendur reyna að tryggja sér sæti inn á undanúrslitamótinu. Katrín, sparar sér langa ferð til Evrópu með því að keppa undir merkjum Bandaríkjanna og keppir því í undanúrslitamóti í Norður-Ameríku komist hún þangað.
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira