„Open er búið en ekki ég“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir stóð sig best af öllum Íslendingum á The Open í ár. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir og Björgvin Karl Guðmundsson náðu bestum árangri Íslendinga á The Open í ár en opna hluta undankeppni heimsleikanna er nú lokið. Sólveig er greinilega að byggja ofan tímamóta tímabil í fyrra þegar hún komst fyrst sem einstaklingur inn á heimsleikana. Sólveig endaði í 27. sæti á The Open í ár og var eina íslenska konan á topp fimmtíu að þessu sinni. „Open er búið en ekki ég,“ skrifaði Sólveig á samfélagsmiðla en framundan er átta manna úrslitin sem er líka æfingar sem er skilað í gegnum netið. Þar er markmiðið síðan að komast í undanúrslitamótin sem gefa síðan sæti á sjálfum heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var líka hæsta allra Íslendinga því Björgvin Karl Guðmundsson varð hæstur íslenskra karla í 45. sætinu. Björgvin varð hæstur íslenska karla á Open níunda árið í röð. Sólveig náði því aftur á móti í fyrsta sinn að vera efst af íslensku konunum á The Open og varð einnig fjórða íslenska konan á síðustu fjórum árum til að leiða íslensku stelpurnar. Anníe Mist Þórisdóttir, sem varð efst í fyrra, kláraði 23.3 á undan Sólveigu en það dugði þó ekki til að vinna upp forskot Sólveigar frá 21.2. Anníe Mist endaði í öðru sæti af íslensku stelpunum en var 26 sætum á eftir Sólveigu í 53. sætinu. Árin á undan höfðu þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir náð því að verða efstar af íslensku stelpunum. Sara gerði meira en það því hún vann The Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Þriðja í ár. varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir (64. sæti) og fjórða Katrín Tanja Davíðsdóttir sem endaði í 95. sæti í ár. Ísland átti því fjórar konur á topp hundrað. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 183. sætinu í ár sem er mun neðar en við eigum að venjast hjá henni. Björgvin Karl var eini íslenski karlinn á topp hundrað en næstu honum voru þeir Hafsteinn Gunnlaugsson (325. sæti) og Ægir Björn Gunnsteinsson (326. sæti). Íslandsmeistarar á The Open undanfarin ár 2023 Sólveig Sigurðardóttir (27. sæti á heimsvísu) Björgvin Karl Guðnundsson (45. sæti) 2022 Anníe Mist Þórisdóttir (18. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (32. sæti) 2021 Katrín Tanja Davíðsdóttir (14. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (73. sæti) 2020 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2019 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (2. sæti) 2018 Anníe Mist Þórisdóttir (5. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (12. sæti) 2017 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2016 Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (9. sæti) 2015 Anníe Mist Þórisdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (35. sæti) 2014 Anníe Mist Þórisdóttir (28. sæti) Jakob Daníel Magnússon (32. sæti) 2013 Katrín Tanja Davíðsdóttir (37. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (84. sæti) CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Sólveig er greinilega að byggja ofan tímamóta tímabil í fyrra þegar hún komst fyrst sem einstaklingur inn á heimsleikana. Sólveig endaði í 27. sæti á The Open í ár og var eina íslenska konan á topp fimmtíu að þessu sinni. „Open er búið en ekki ég,“ skrifaði Sólveig á samfélagsmiðla en framundan er átta manna úrslitin sem er líka æfingar sem er skilað í gegnum netið. Þar er markmiðið síðan að komast í undanúrslitamótin sem gefa síðan sæti á sjálfum heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var líka hæsta allra Íslendinga því Björgvin Karl Guðmundsson varð hæstur íslenskra karla í 45. sætinu. Björgvin varð hæstur íslenska karla á Open níunda árið í röð. Sólveig náði því aftur á móti í fyrsta sinn að vera efst af íslensku konunum á The Open og varð einnig fjórða íslenska konan á síðustu fjórum árum til að leiða íslensku stelpurnar. Anníe Mist Þórisdóttir, sem varð efst í fyrra, kláraði 23.3 á undan Sólveigu en það dugði þó ekki til að vinna upp forskot Sólveigar frá 21.2. Anníe Mist endaði í öðru sæti af íslensku stelpunum en var 26 sætum á eftir Sólveigu í 53. sætinu. Árin á undan höfðu þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir náð því að verða efstar af íslensku stelpunum. Sara gerði meira en það því hún vann The Open þrisvar sinnum á fjórum árum frá 2017 til 2020. Þriðja í ár. varð síðan Þuríður Erla Helgadóttir (64. sæti) og fjórða Katrín Tanja Davíðsdóttir sem endaði í 95. sæti í ár. Ísland átti því fjórar konur á topp hundrað. Sara Sigmundsdóttir endaði bara í 183. sætinu í ár sem er mun neðar en við eigum að venjast hjá henni. Björgvin Karl var eini íslenski karlinn á topp hundrað en næstu honum voru þeir Hafsteinn Gunnlaugsson (325. sæti) og Ægir Björn Gunnsteinsson (326. sæti). Íslandsmeistarar á The Open undanfarin ár 2023 Sólveig Sigurðardóttir (27. sæti á heimsvísu) Björgvin Karl Guðnundsson (45. sæti) 2022 Anníe Mist Þórisdóttir (18. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (32. sæti) 2021 Katrín Tanja Davíðsdóttir (14. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (73. sæti) 2020 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2019 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (2. sæti) 2018 Anníe Mist Þórisdóttir (5. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (12. sæti) 2017 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2016 Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (9. sæti) 2015 Anníe Mist Þórisdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (35. sæti) 2014 Anníe Mist Þórisdóttir (28. sæti) Jakob Daníel Magnússon (32. sæti) 2013 Katrín Tanja Davíðsdóttir (37. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (84. sæti)
Íslandsmeistarar á The Open undanfarin ár 2023 Sólveig Sigurðardóttir (27. sæti á heimsvísu) Björgvin Karl Guðnundsson (45. sæti) 2022 Anníe Mist Þórisdóttir (18. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (32. sæti) 2021 Katrín Tanja Davíðsdóttir (14. sæti) Björgvin Karl Guðnundsson (73. sæti) 2020 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2019 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (2. sæti) 2018 Anníe Mist Þórisdóttir (5. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (12. sæti) 2017 Sara Sigmundsdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (4. sæti) 2016 Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (9. sæti) 2015 Anníe Mist Þórisdóttir (1. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (35. sæti) 2014 Anníe Mist Þórisdóttir (28. sæti) Jakob Daníel Magnússon (32. sæti) 2013 Katrín Tanja Davíðsdóttir (37. sæti) Björgvin Karl Guðmundsson (84. sæti)
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira