Aron Einar var í byrjunarliði Al-Arabi í dag en hann skoraði fyrsta mark leiksins á 29.mínútu og kom Al-Arabi þá í 1-0. Staðan var þannig í hálfleik en Al-Arabi bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.
Obar Al Somah kom liðinu í 2-0 á 85.mínútu og í uppbótartíma gulltrygði Al Somah sigurinn með sínu öðru marki.
Al-Arabi er því komið áfram í 8-liða úrslit í Emír-bikarnum en þar taka þátt lið úr efstu og næstefstu deild í Katar. Heimir Hallgrímsson kom Al-Arabi í úrslitaleik keppninnar árið 2020 en liðið tapaði í úrslitum gegn Al-Sadd sem þá var undir stjórn spænsku goðsagnarinnar Xavi.