„Ég hata fréttamenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 10:30 Ingrid Landmark Tandrevold talar við þjálfara sinn á Patrick Oberegger á HM í Nove Mesto. Getty/Christian Manzoni Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold klúðraði gjörsamlega boðgöngunni fyrir þjóð sína á HM á dögunum, var mjög pirruð í viðtölum eftir keppnina og missti sig síðan á samfélagsmiðlinum Youtube. Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold. Skíðaíþróttir Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Sjá meira
Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold.
Skíðaíþróttir Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Sjá meira