Chad Ramey leiðir eftir fyrsta dag á Players en McIlroy byrjaði hræðilega Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 23:35 Chad Ramey lék fyrsta hringinn frábærlega. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey er í forystu eftir fyrsta hring á Players mótinu í golfi sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum í Flórída. Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Players mótið er eitt af risamótunum fjórum í golfheiminum og þar að auki fyrsta risamót ársins. Mótið fer fram á Sawgrass vellinum í Flórída en mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Að loknum fyrsta hring er Bandaríkjamaðurinn Chad Ramey í fyrsta sætinu en hann lék fyrsta hringinn á átta höggum undir pari. Hann fékk engan skolla og lék frábærlega. Ramey er í 225.sæti á heimslistanum og því nokkuð óvænt að hann leiði eftir fyrsta hring. Í öðru sæti er Colin Morikawa einu höggi á eftir. Morikawa er í 9.sæti heimslistans og talinn líklegur til afreka. Rory McIlroy var í miklum vandræðum í dag og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. Ekki nóg með að hann sé tólf höggum á eftir Ramey heldur verður hann í vandræðum með að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Jon Rahm, efsti maður heimslistans, var í holli með McIlroy og lauk keppni á einu höggi undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler var sömuleiðis í þessu sannkallaða stjörnuholli og er með í baráttunni eftir að hafa fengnið fugl á þremur af síðustu fjórum holunum og lokið keppni á fjórum undir pari. Högg dagsins átti hins vegar Hayden Buckley sem fór holu í höggi á 17. brautinni. Efstu menn: Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Chad Ramey, Bandaríkjunum -8Collin Morikawa, Bandaríkjunum, -7Taylor Pendrith, Kanada -5Ben Griffin, Bandaríkjunum -5Justin Suh, Bandaríkjunum -5Sam Burns, Bandaríkjunum, -4Ryan Palmer, Bandaríkjunum, -4Christiaan Bezuidenhout, Suður-Afríku -4Min Won Lee, Nýja Sjálandi, -4Denny McCarthy, Bandaríkjunum -4Scottie Scheffler, Bandaríkjunum -4Adam Svensson, Kanada -4
Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira