Önnur ólétt CrossFit stórstjarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Kara Saunders með dóttur sinni Scottie. Nú verður hún stóra systir. Instagram/@karasaundo Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er ólétt af fyrsta barni sínu en hún er ekki eina stórstjarna CrossFit sem mun missa af heimsleikunum í ár vegna fjölgunnar í fjölskyldunni. Landa hennar Toomey, Kara Saunders, tilkynnti á dögunum ástæðuna fyrir því að hún tók ekki þátt í The Open í ár. Saunders gaf það loksins út að hún sé ófrísk og eigi von á barni seinna á þessu ári. Saunders vakti mikla athygli þegar hún varð ólétt í fyrsta skiptið en hún eignaðist þá Scottie 2019 og kom mjög sterk til baka og náði áttunda sætinu á heimsleikunum 2020. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Hún missti ekki af The Open það ár og þetta verður því fyrsta Open sem Kara missir af frá árinu 2011. Anníe Mist gerði síðan enn ótrúlegri hluti en Kara Saunders þegar hún komst á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Endurkoma Köru hafði samt örugglega góð áhrif á trú Anníe að það væri hægt að koma svona hratt til baka. Scottie hefur verið dugleg að æfa með móður sinni og var fljót að verða lítil stjarna í CrossFit heiminum. Kara er mjög dugleg að sýna frá lífi sínu á samfélagsmiðlum sem hjálpar mikið til. Það er því ljóst að tvær stórstjörnur verða í barneignarfríi á þessu ári. Saunders var fyrir komu Toomey besta CrossFit kona Ástrala en hún varð ástralskur Open meistari frá 2015 til 2018. Hún hefur alls keppt sjö sinnum á heimsleikunum og náði best öðru sætinu árið 2017. Það hefur enginn átti möguleika eftir að Toomey sprakk út en Tia-Clar vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðasta ári. Nú hefur glugginn aftur á móti opnast fyrir aðra CrossFit konu að komast að. Það gæti reyndar orðið breyting á því. Toomey hefur verið að gera æfingarnar á The Open og sýnir það hversu öflug hún er þrátt fyrir stóru kúluna. Hver veit nema að það verði eitt laust boðsæti á heimsleikana í haust en það væri nú ekki sanngjarnt þó að þú sért sexfaldur meistari. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) CrossFit Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Landa hennar Toomey, Kara Saunders, tilkynnti á dögunum ástæðuna fyrir því að hún tók ekki þátt í The Open í ár. Saunders gaf það loksins út að hún sé ófrísk og eigi von á barni seinna á þessu ári. Saunders vakti mikla athygli þegar hún varð ólétt í fyrsta skiptið en hún eignaðist þá Scottie 2019 og kom mjög sterk til baka og náði áttunda sætinu á heimsleikunum 2020. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Hún missti ekki af The Open það ár og þetta verður því fyrsta Open sem Kara missir af frá árinu 2011. Anníe Mist gerði síðan enn ótrúlegri hluti en Kara Saunders þegar hún komst á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Endurkoma Köru hafði samt örugglega góð áhrif á trú Anníe að það væri hægt að koma svona hratt til baka. Scottie hefur verið dugleg að æfa með móður sinni og var fljót að verða lítil stjarna í CrossFit heiminum. Kara er mjög dugleg að sýna frá lífi sínu á samfélagsmiðlum sem hjálpar mikið til. Það er því ljóst að tvær stórstjörnur verða í barneignarfríi á þessu ári. Saunders var fyrir komu Toomey besta CrossFit kona Ástrala en hún varð ástralskur Open meistari frá 2015 til 2018. Hún hefur alls keppt sjö sinnum á heimsleikunum og náði best öðru sætinu árið 2017. Það hefur enginn átti möguleika eftir að Toomey sprakk út en Tia-Clar vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðasta ári. Nú hefur glugginn aftur á móti opnast fyrir aðra CrossFit konu að komast að. Það gæti reyndar orðið breyting á því. Toomey hefur verið að gera æfingarnar á The Open og sýnir það hversu öflug hún er þrátt fyrir stóru kúluna. Hver veit nema að það verði eitt laust boðsæti á heimsleikana í haust en það væri nú ekki sanngjarnt þó að þú sért sexfaldur meistari. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo)
CrossFit Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira