Hagstæðasti sparnaðurinn? Arionbanki 11. mars 2023 09:51 Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka hjá Arionbanka. Svava Björn Við getum eflaust öll verið sammála um að hagkvæmt sé að leggja fyrir en er eitt sparnaðarform hagstæðara en annað? Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fræddi okkur um viðbótarlífeyrissparnað sem er ein tegund séreignarsparnaðar. „Um er að ræða sparnaðarform sem felur í sér að launþegi má ráðstafa allt að 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað og launagreiðandi greiðir 2% mótframlag. Litið hefur verið á viðbótarlífeyrissparnað sem mikilvæga viðbót við ráðstöfunartekjur þegar starfslokum er náð. Þá er það einnig kostur að um þægilegt sparnaðarform er að ræða. Það hefur hins vegar lengi brunnið við að fólki finnist sparnaðurinn fjarlægur, ekki auðvelt að fylgjast með honum og fyrir vikið er hann minna spennandi. Það höfum við hins vegar leyst með tilkomu lífeyrismála í Arion appinu, sjóðfélögum til mikillar ánægju.“ Að jafnaði eru um 50 til 66% vinnuafls sem greiðir viðbótarlífeyrissparnað en rökin fyrir því að leggja fyrir í þess háttar sparnað eru sterk: 2% launahækkun með mótframlagi launagreiðanda Frelsi í útgreiðslum eftir 60 ára aldur Sparnaðurinn er erfanlegur Hagkvæm fjármögnun á húsnæði Skattalegt hagræði „Ég hvet fólk að sjálfsögðu til að leggja fyrir sjálft líka, það borgar sig alltaf að gera slíkt og byggja þannig upp sjóð til að mæta óvæntum útgjöldum nú eða til að safna fyrir einhverju skemmtilegu, helst hvoru tveggja. Kostir viðbótarlífeyrissparnaðar eru hins vegar ótvíræðir og þess eðlis að það borgar sig að vera með slíkan sparnað sem grunnsparnað til efri áranna.“ Til að skilja betur hvaða þýðingu það hefur að leggja fyrir 2 til 4% af launum sínum mánaðarlega og fá 2% mótframlag frá launagreiðanda er hægt að setja forsendur sínar í reiknivél á vefsíðu Arion banka. Nýta sparnaðinn við kaup á fyrstu íbúð En nú er viðbótarlífeyrissparnaður ekki eingöngu laus við 60 ára aldur, það má einnig nýta hann til að kaupa fyrstu íbúð? „Já það passar, um er að ræða úrræði sem gengur undir heitinu fyrsta íbúð en það virkar þannig að sjóðfélagar sem greiða í viðbótarlífeyrissparnað geta nýtt iðgjöldin sín yfir 10 ára tímabil til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt nú eða tekið hluta þeirra út við kaup á fyrstu íbúð. Það gilda vissulega ákveðnar takmarkanir um þetta úrræði, hámarks þak er sett á iðgjöld sem nýta má með þessum hætti og nema þau 500 þúsund krónum á almanaksári. Það þýðir þá að sjóðfélagi getur nýtt allt að 5 milljónir yfir 10 ára tímabil til að greiða niður íbúðalánið sitt skattfrjálst. Hjón eða sambúðarfólk getur nýtt sér úrræðið og er þá um að ræða 500 þúsund króna hámark innan hvers almanaksárs fyrir hvorn einstakling, samtals 10 milljónir. Þetta úrræði hefur reynst góður stuðningur við fyrstu kaupendur á síðustu árum og ánægja verið með það.“ Gera samning Hvernig er gengið frá samningi um viðbótarlífeyrissparnað? „Einfalt er að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað í Arion appinu. Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðunni og þróun inneignar frá upphafi, sjá áætlaða stöðu við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur. Þeir sem ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á íbúðalán geta skoðað yfirlit yfir ráðstöfunina og séð hvort greiðslur séu virkar. Auk þess er hægt að flytja annan viðbótarlífeyrissparnað til Lífeyrisauka með einföldum hætti.“ Snædís sagði okkur nánar frá Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnaði Arion banka . „Meginhlutverk Lífeyrisauka er að ávaxta sparnað sjóðfélaga og tryggja þeim hæstu mögulegu ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Markmiðið er að byggja þannig upp góðan sparnað til efri áranna og nýta, ef það hentar, hluta hans til öflunar húsnæðis á fyrri hluta ævinnar. En fjárfestingar geta haft áhrif á lífsgæði á annan hátt en eingöngu í gegnum ávöxtun. Fjárfestingar Lífeyrisauka fjármagna m.a. uppbyggingu atvinnulífs og innviða hérlendis sem og erlendis og hafa þannig áhrif á samfélagið allt. Undanfarin ár hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á umhverfisleg viðmið, félagslega þætti og stjórnarhætti við fjárfestingarákvarðanir og Lífeyrisauki hefur mótað sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Ég hvet alla sjóðfélaga og þá sem hafa áhuga á að hefja viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrisauka að kynna sér sjóðinn vel, ávöxtun hans, ólíkar fjárfestingarleiðir og stefnu hans um ábyrgar fjárfestingar ásamt hagkvæmni þessa sparnaðarforms.“ Arion banki Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Um er að ræða sparnaðarform sem felur í sér að launþegi má ráðstafa allt að 4% af heildarlaunum sínum í viðbótarlífeyrissparnað og launagreiðandi greiðir 2% mótframlag. Litið hefur verið á viðbótarlífeyrissparnað sem mikilvæga viðbót við ráðstöfunartekjur þegar starfslokum er náð. Þá er það einnig kostur að um þægilegt sparnaðarform er að ræða. Það hefur hins vegar lengi brunnið við að fólki finnist sparnaðurinn fjarlægur, ekki auðvelt að fylgjast með honum og fyrir vikið er hann minna spennandi. Það höfum við hins vegar leyst með tilkomu lífeyrismála í Arion appinu, sjóðfélögum til mikillar ánægju.“ Að jafnaði eru um 50 til 66% vinnuafls sem greiðir viðbótarlífeyrissparnað en rökin fyrir því að leggja fyrir í þess háttar sparnað eru sterk: 2% launahækkun með mótframlagi launagreiðanda Frelsi í útgreiðslum eftir 60 ára aldur Sparnaðurinn er erfanlegur Hagkvæm fjármögnun á húsnæði Skattalegt hagræði „Ég hvet fólk að sjálfsögðu til að leggja fyrir sjálft líka, það borgar sig alltaf að gera slíkt og byggja þannig upp sjóð til að mæta óvæntum útgjöldum nú eða til að safna fyrir einhverju skemmtilegu, helst hvoru tveggja. Kostir viðbótarlífeyrissparnaðar eru hins vegar ótvíræðir og þess eðlis að það borgar sig að vera með slíkan sparnað sem grunnsparnað til efri áranna.“ Til að skilja betur hvaða þýðingu það hefur að leggja fyrir 2 til 4% af launum sínum mánaðarlega og fá 2% mótframlag frá launagreiðanda er hægt að setja forsendur sínar í reiknivél á vefsíðu Arion banka. Nýta sparnaðinn við kaup á fyrstu íbúð En nú er viðbótarlífeyrissparnaður ekki eingöngu laus við 60 ára aldur, það má einnig nýta hann til að kaupa fyrstu íbúð? „Já það passar, um er að ræða úrræði sem gengur undir heitinu fyrsta íbúð en það virkar þannig að sjóðfélagar sem greiða í viðbótarlífeyrissparnað geta nýtt iðgjöldin sín yfir 10 ára tímabil til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt nú eða tekið hluta þeirra út við kaup á fyrstu íbúð. Það gilda vissulega ákveðnar takmarkanir um þetta úrræði, hámarks þak er sett á iðgjöld sem nýta má með þessum hætti og nema þau 500 þúsund krónum á almanaksári. Það þýðir þá að sjóðfélagi getur nýtt allt að 5 milljónir yfir 10 ára tímabil til að greiða niður íbúðalánið sitt skattfrjálst. Hjón eða sambúðarfólk getur nýtt sér úrræðið og er þá um að ræða 500 þúsund króna hámark innan hvers almanaksárs fyrir hvorn einstakling, samtals 10 milljónir. Þetta úrræði hefur reynst góður stuðningur við fyrstu kaupendur á síðustu árum og ánægja verið með það.“ Gera samning Hvernig er gengið frá samningi um viðbótarlífeyrissparnað? „Einfalt er að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað í Arion appinu. Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðunni og þróun inneignar frá upphafi, sjá áætlaða stöðu við starfslok og mánaðarlegar útgreiðslur. Þeir sem ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði inn á íbúðalán geta skoðað yfirlit yfir ráðstöfunina og séð hvort greiðslur séu virkar. Auk þess er hægt að flytja annan viðbótarlífeyrissparnað til Lífeyrisauka með einföldum hætti.“ Snædís sagði okkur nánar frá Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnaði Arion banka . „Meginhlutverk Lífeyrisauka er að ávaxta sparnað sjóðfélaga og tryggja þeim hæstu mögulegu ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Markmiðið er að byggja þannig upp góðan sparnað til efri áranna og nýta, ef það hentar, hluta hans til öflunar húsnæðis á fyrri hluta ævinnar. En fjárfestingar geta haft áhrif á lífsgæði á annan hátt en eingöngu í gegnum ávöxtun. Fjárfestingar Lífeyrisauka fjármagna m.a. uppbyggingu atvinnulífs og innviða hérlendis sem og erlendis og hafa þannig áhrif á samfélagið allt. Undanfarin ár hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á umhverfisleg viðmið, félagslega þætti og stjórnarhætti við fjárfestingarákvarðanir og Lífeyrisauki hefur mótað sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Ég hvet alla sjóðfélaga og þá sem hafa áhuga á að hefja viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrisauka að kynna sér sjóðinn vel, ávöxtun hans, ólíkar fjárfestingarleiðir og stefnu hans um ábyrgar fjárfestingar ásamt hagkvæmni þessa sparnaðarforms.“
Arion banki Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira