Söfnun fyrir ungbörn fer vel af stað Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 11:42 Ljósmæðrafélag Íslands í samvinnu við Vinnumálastofnun stendur fyrir söfnun á ungbarnafatnaði og öðrum nauðsynlegum hlutum fyrir nýbura. Vísir/Vilhelm Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnun á barnafatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir nýbura hafa farið vel af stað. Konur sem hafi fengið hæli hér á landi skorti oft þessa hluti og hafi einnig ekki alltaf áttað sig á veðurfarinu á Íslandi. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð. Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð.
Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent