Nú má heita Chloé og Gleymmérei Máni Snær Þorláksson skrifar 10. mars 2023 13:36 Mannanafnanefnd samþykkti þrettán ný nöfn í gær. Getty Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar. Mannanöfn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar.
1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanöfn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira