Grátlegt tap hjá Tryggva og félögum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2023 21:57 Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik í tapi Zaragoza í kvöld. Vísir/Getty Tryggvi Snær Hlinason og leikmenn Zaragoza máttu þola grátlegt tap gegn Monbus Obra í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Liðsmenn Zaragoza áttu möguleika á því að lyfta sér örlítið frá fallbaráttunni með sigri í kvöld en lið Monbus Obra var um miðja deild. Leikið var á heimavelli Zaragoza og var leikurinn jafn allan fyrri hálfleikinn. Gestirnir voru þó skrefinu á undan og leiddu 29-25 í hálfleik, ótrúlega lágt skor í leiknum. Sóknir liðanna vöknuðu þó í síðari hálfleik og þá sérstaklega hjá gestunum. Þeir unnu þriðja leikhlutann með tólf stigum og voru því sextán stigum yfir áður en síðasti leikhlutinn hófst, erfið staða heimamanna. Liðsmenn Zaragoza bitu þó heldur betur í skjaldarrendur. Þegar tvær og hálf mínúta voru eftir munaði ennþá tíu stigum á liðunum en þá kom sprettur hjá Zaragoza. Þeir minnkuðu muninn í eitt stig þegar mínúta var eftir og fengu tækifæri til að komast yfir. Gestirnir komust í 78-75 þegar rúmar tuttugu sekúndur voru á klukkunni en heimamenn minnkuðu muninn á ný í eitt stig. Monbus Obra settu svo niður eitt stig af vítalínunni og Zaragoza hélt í sókn tveimur stigum undir með tólf sekúndur eftir. Þegar ein sekúnda lifði leiks var síðan dæmd villa á Monbus Obra og Christan Mekowulu, sem sótt hafði villuna með því að ná í sóknarfrákast, fór á línuna. Hann skoraði úr fyrra vítinu en klikkaði hins vegar á því seinna og grátlegt eins stigs tap Zaragoza því staðreynd. Lokatölur 79-78 og Monbus Obra fagnaði sætum sigri. Tryggiv Snær spilaði í rúmar tólf mínútur í dag, skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst. Spænski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
Liðsmenn Zaragoza áttu möguleika á því að lyfta sér örlítið frá fallbaráttunni með sigri í kvöld en lið Monbus Obra var um miðja deild. Leikið var á heimavelli Zaragoza og var leikurinn jafn allan fyrri hálfleikinn. Gestirnir voru þó skrefinu á undan og leiddu 29-25 í hálfleik, ótrúlega lágt skor í leiknum. Sóknir liðanna vöknuðu þó í síðari hálfleik og þá sérstaklega hjá gestunum. Þeir unnu þriðja leikhlutann með tólf stigum og voru því sextán stigum yfir áður en síðasti leikhlutinn hófst, erfið staða heimamanna. Liðsmenn Zaragoza bitu þó heldur betur í skjaldarrendur. Þegar tvær og hálf mínúta voru eftir munaði ennþá tíu stigum á liðunum en þá kom sprettur hjá Zaragoza. Þeir minnkuðu muninn í eitt stig þegar mínúta var eftir og fengu tækifæri til að komast yfir. Gestirnir komust í 78-75 þegar rúmar tuttugu sekúndur voru á klukkunni en heimamenn minnkuðu muninn á ný í eitt stig. Monbus Obra settu svo niður eitt stig af vítalínunni og Zaragoza hélt í sókn tveimur stigum undir með tólf sekúndur eftir. Þegar ein sekúnda lifði leiks var síðan dæmd villa á Monbus Obra og Christan Mekowulu, sem sótt hafði villuna með því að ná í sóknarfrákast, fór á línuna. Hann skoraði úr fyrra vítinu en klikkaði hins vegar á því seinna og grátlegt eins stigs tap Zaragoza því staðreynd. Lokatölur 79-78 og Monbus Obra fagnaði sætum sigri. Tryggiv Snær spilaði í rúmar tólf mínútur í dag, skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira