Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:09 Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því. Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því.
Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14