Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um kött sem var fastur inni í bíl á Seltjarnarnesi. Lögregla gaf kettinum harðfisk til að róa hann niður svo auðveldara væri að fjarlægja hann úr bifreiðinni. Innlent 30.8.2025 18:26
Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Lögreglan í Búlgaríu leitar að Ólafi Austmann Þorbjörnssyni sem sást síðast fyrir tæplega tveimur vikum. Aðstandendur hafa ekki heyrt frá honum síðan 18. ágúst og systir hans biðlar til fólks að hafa samband ef það veit meira. Innlent 30.8.2025 17:49
Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjöldur Íslands hefur vakið athygli stórblaða úti í heimi. Í dag birti Guardian forsíðufrétt þar sem fjallað er um samtökin og „systursamtök“ þeirra víða um Evrópu. Yfirlýstir hollvinir þjóðlegra gilda og verndarar kvenna sem vilja taka lögin í eigin hendur fylkja um götur borga um alla álfuna en Skildirnir svokölluðu virðast hafa vakið sérstaka athygli. Innlent 30.8.2025 15:03
Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. Innlent 29. ágúst 2025 09:41
„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar. Innlent 29. ágúst 2025 09:28
Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum. Innlent 29. ágúst 2025 06:31
Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem var til vandræða á bar í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var í annarlegu ástandi og með hníf meðferðis. Innlent 29. ágúst 2025 06:10
Greip í húna en var gripinn mígandi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Innlent 28. ágúst 2025 17:50
Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík. Innlent 28. ágúst 2025 16:50
Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af þremur mönnum vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 28. ágúst 2025 14:10
Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi. Innlent 28. ágúst 2025 10:54
Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. Innlent 28. ágúst 2025 07:01
Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann eftir að óskað var aðstoðar vegna innbrots í húsi í miðborg Reykjavíkur. Hinn grunaði var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Innlent 28. ágúst 2025 06:12
Sporin þín Valtýr Opinbera sagan um hvarf Geirfinns í Keflavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, fyrst í Keflavíkurrannsókninni og síðar í hinu fáránlega Guðmundar- og Geirfinnsmáli í Reykjavík, er svona: Geirfinnur hvarf af því hann fór að hitta vonda menn við Hafnarbúðina í Keflavík og þeir óku með hann á brott og skiluðu honum aldrei aftur. Skoðun 27. ágúst 2025 20:03
Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. Innlent 27. ágúst 2025 19:00
Hraðbankaþjófur játar sök Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. ágúst 2025 16:06
Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Gæsluvarðhaldið yfir leiðbeinandanum á Múlaborg sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi hefur verið framlengt um fjórar vikur, til 24. september, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. ágúst 2025 15:57
Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. Innlent 27. ágúst 2025 15:04
Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun hún hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera almennt ráð fyrir. Innlent 27. ágúst 2025 13:33
Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu sem leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg. Lögregla rannsakar nú ábendingar um brot gegn fleiri börnum á leikskólanum og segir rannsókn miða vel. Innlent 27. ágúst 2025 10:01
„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt. Viðskipti innlent 27. ágúst 2025 06:45
Innbrot og slagsmál í miðborginni Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun en alls voru 55 mál bókuð í gærkvöldi og nótt. Verkefni næturinnar voru fjölbreytt. Innlent 27. ágúst 2025 06:04
Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Talskona Stígamóta segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun vera áfangasigur fyrir brotaþola á Íslandi. Hún segir hann áfellisdóm yfir kerfinu og seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum en fagnar viðbrögðum dómsmálaráðherra. Innlent 26. ágúst 2025 23:30
Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Innlent 26. ágúst 2025 22:57