Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“

Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir of skyggðar rúður

Ökumaður var sektaður í Breiðholti í Reykjavík fyrir að aka með skyggðar filmur í hliðarrúðum bíls síns. Ólöglegt er að vera með filmur í framhliðarrúðum ökutækja.

Fréttir
Fréttamynd

Smokkamaðurinn enn ó­fundinn

Óprúttinn aðili sem ók inn á Svarfhólsvöll aðfaranótt síðasta föstudags, vann skemmdir á vellinum og skildi eftir sig smokk, er enn ófundinn.

Innlent
Fréttamynd

Gefur sig fram fimm­tíu árum eftir banka­rán í Kópa­vogi

Maður sem tók þátt í því sem kallað var fyrsta bankaránið á Íslandi árið 1975 gaf sig loksins fram við lögregluna í sumar, fimmtíu árum eftir verknaðinn. Maðurinn, sem var á fermingaraldri 1975, stal rúmlega 30 þúsund krónum úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Varðandi hugsanlega refsingu segir lögregla að málið sé fyrnt.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur á Suður­landi

Tveggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Vallabæjum austan við Kirkjubæjarklaustur upp úr hádegi í dag. Meiðsl á fólki eru minniháttar en miklar skemmdir eru á bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Flug­eldum kastað að fólki á Akur­eyri

Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir ölvunar­akstur eftir grænt ljós frá löggunni

Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 

Innlent
Fréttamynd

Allir blása í Landeyjahöfn

Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu.

Innlent