„Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 21:52 Kjartan Atli Kjartansson kom Álftanesi upp í Subway-deild karla í fyrstu tilraun. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðlilega stoltur eftir að hafa stýrt liðinu upp í Subway-deild karla í körfubolta í fyrstu tilraun í kvöld þegar liðið vann 13 stiga sigur gegn Skallagrími, 96-83. „Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
„Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti