Ein besta skíðakona sögunnar skiptir karli út fyrir konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 15:00 Mikaela Shiffrin fagnar sigri á heimsbikarmóti í vetur. Getty/Jonas Ericsson Bandaríska alpaskíðakonan Mikaela Shiffrin er búin að finna sér nýjan þjálfara. Shiffrin sló á dögunum metið yfir flesta heimsbikarsigra þegar hún vann sitt 87. mót og tók þar með metið af Svíanum Ingemar Stenmark. Þrátt fyrir velgengi þá vildi þessi 28 ára bandaríska stórstjarna fá inn nýjan þjálfara. Double Olympic gold medallist Mikaela Shiffrin has appointed Karin Harjo, a pioneer for female coaches in Alpine skiing, as her new head coach, U.S. Ski & Snowboard said on Monday. https://t.co/AAhYmztaX0— Reuters Sports (@ReutersSports) March 14, 2023 Leiðir Shiffrin og gamla þjálfarans Mike Day skildu síðan á miðju heimsmeistaramóti á dögunum en hún hafði þá tilkynnt honum um það að hann yrði ekki áfram eftir tímabilið. Day ákvað að hætta strax og það þótt að Shiffrin ætti eftir að keppa í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu. Shiffrin skiptir nú karli út fyrir konu því nýi þjálfari hennar er Karin Harjo. Harjo er mjög reynd enda á hún 23 ár að baki sem þjálfari og nú síðast gerði hún frábæra hluti með kanadíska skíðalandsliðið. Mikaela Shiffrin embauche Karin Harjo, l entraîneuse de l équipe canadienne https://t.co/riyO23LHIN— Radio-Canada Sports (@RC_Sports) March 13, 2023 Tveir skjólstæðingar Harjo í kanadíska landsliðinu höfðu meðal annars unnið Shiffrin á þessu tímabili. Laurence St. Germain kom mjög á óvart með því að vinna hana í sviginu á HM og Valerie Grenier vann sitt fyrsta heimsbikarsgull á ferlinum þegar hún var var fljótari en Shiffrin í stórsvigi fyrr í vetur. Shiffrin og Harjo þekkjast vel frá fyrri tíð eftir að Harjo vann áður sem aðstoðarþjálfari hjá bandaríska skíðalandsliðinu. Harjo fékk tækifæri til að verða aðalþjálfari kanadíska alpagreinalandsliðsins á síðasta ári og varð þá fyrsta konan til að gegna því starfi. Skíðaíþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Shiffrin sló á dögunum metið yfir flesta heimsbikarsigra þegar hún vann sitt 87. mót og tók þar með metið af Svíanum Ingemar Stenmark. Þrátt fyrir velgengi þá vildi þessi 28 ára bandaríska stórstjarna fá inn nýjan þjálfara. Double Olympic gold medallist Mikaela Shiffrin has appointed Karin Harjo, a pioneer for female coaches in Alpine skiing, as her new head coach, U.S. Ski & Snowboard said on Monday. https://t.co/AAhYmztaX0— Reuters Sports (@ReutersSports) March 14, 2023 Leiðir Shiffrin og gamla þjálfarans Mike Day skildu síðan á miðju heimsmeistaramóti á dögunum en hún hafði þá tilkynnt honum um það að hann yrði ekki áfram eftir tímabilið. Day ákvað að hætta strax og það þótt að Shiffrin ætti eftir að keppa í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu. Shiffrin skiptir nú karli út fyrir konu því nýi þjálfari hennar er Karin Harjo. Harjo er mjög reynd enda á hún 23 ár að baki sem þjálfari og nú síðast gerði hún frábæra hluti með kanadíska skíðalandsliðið. Mikaela Shiffrin embauche Karin Harjo, l entraîneuse de l équipe canadienne https://t.co/riyO23LHIN— Radio-Canada Sports (@RC_Sports) March 13, 2023 Tveir skjólstæðingar Harjo í kanadíska landsliðinu höfðu meðal annars unnið Shiffrin á þessu tímabili. Laurence St. Germain kom mjög á óvart með því að vinna hana í sviginu á HM og Valerie Grenier vann sitt fyrsta heimsbikarsgull á ferlinum þegar hún var var fljótari en Shiffrin í stórsvigi fyrr í vetur. Shiffrin og Harjo þekkjast vel frá fyrri tíð eftir að Harjo vann áður sem aðstoðarþjálfari hjá bandaríska skíðalandsliðinu. Harjo fékk tækifæri til að verða aðalþjálfari kanadíska alpagreinalandsliðsins á síðasta ári og varð þá fyrsta konan til að gegna því starfi.
Skíðaíþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira