Halldór Eldjárn og GDRN sameina krafta sína Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. mars 2023 11:30 Halldór Eldjárn og GDRN voru að senda frá sér lagið Gleymmérei. Ella Sigga/Gunnlöð Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Gleymmérei, sem tónlistarfólkið Halldór Eldjárn og GDRN voru að gefa út. „Lagið fjallar um það hvernig minningar eiga það til að skjóta upp kollinum þegar maður finnur gamlar myndir eða upptökur. Þetta er fyrsta smáskífa af nýju tónlistinni minni,“ segir Halldór Eldjárn í samtali við blaðamann. Hér má sjá myndbandið: Klippa: Gleymmérei - Halldór Eldjárn & GDRN Tónlistarræturnar „Hugmyndin að laginu sjálfu kom þegar ég var að róta í gömlum upptökum og fann kasettuupptöku úr fyrsta píanótímanum mínum en amma mín kenndi mér á píanó þegar ég var fimm ára. Mér fannst eitthvað sniðugt að reyna að nota þessa upptöku svo ég setti hana inn í tölvuna og breytti henni með því að baka hana og teygja með alls konar hljóð effectum sem varð svo grunnurinn að laginu, en hana má heyra í intro og outro lagsins. Guðrún kom svo og samdi laglínu og texta með mér og söng svo yfir lagið,“ segir Halldór Eldjárn og bætir við: „Við Guðrún vorum búin að prófa að semja tónlist saman og gerðum dálítið af tilraunum og demóum. Næst þegar við hittumst til að gera músík þá leyfði ég Guðrúnu að heyra það sem var komið af laginu og hún fékk strax fullt af hugmyndum svo við ýttum bara á REC og kláruðum lagið sama dag, með bakröddum og öllu tilheyrandi.“ View this post on Instagram A post shared by Halldór Eldjárn (@halldorel) Gamalt lúkk Þau segjast hafa farið alla leið við að gera tónlistarmyndbandið. „Við fengum Ísak Hinriksson vin okkar og leikstjóra til að gera myndbandið, en í því leika Kristján Franklín Magnús, Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving og Nikulás Hansen Daðason. Myndbandið er allt tekið á 8 og 16mm kvikmyndafilmu, til að fá þetta gamla lúkk sem passar svo vel við lagið og efni lagsins.“ Hér má heyra lagið á Spotify. Hér má finna tónlistarmyndbandið á Youtube. Tónlist Tengdar fréttir Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01 Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Lagið fjallar um það hvernig minningar eiga það til að skjóta upp kollinum þegar maður finnur gamlar myndir eða upptökur. Þetta er fyrsta smáskífa af nýju tónlistinni minni,“ segir Halldór Eldjárn í samtali við blaðamann. Hér má sjá myndbandið: Klippa: Gleymmérei - Halldór Eldjárn & GDRN Tónlistarræturnar „Hugmyndin að laginu sjálfu kom þegar ég var að róta í gömlum upptökum og fann kasettuupptöku úr fyrsta píanótímanum mínum en amma mín kenndi mér á píanó þegar ég var fimm ára. Mér fannst eitthvað sniðugt að reyna að nota þessa upptöku svo ég setti hana inn í tölvuna og breytti henni með því að baka hana og teygja með alls konar hljóð effectum sem varð svo grunnurinn að laginu, en hana má heyra í intro og outro lagsins. Guðrún kom svo og samdi laglínu og texta með mér og söng svo yfir lagið,“ segir Halldór Eldjárn og bætir við: „Við Guðrún vorum búin að prófa að semja tónlist saman og gerðum dálítið af tilraunum og demóum. Næst þegar við hittumst til að gera músík þá leyfði ég Guðrúnu að heyra það sem var komið af laginu og hún fékk strax fullt af hugmyndum svo við ýttum bara á REC og kláruðum lagið sama dag, með bakröddum og öllu tilheyrandi.“ View this post on Instagram A post shared by Halldór Eldjárn (@halldorel) Gamalt lúkk Þau segjast hafa farið alla leið við að gera tónlistarmyndbandið. „Við fengum Ísak Hinriksson vin okkar og leikstjóra til að gera myndbandið, en í því leika Kristján Franklín Magnús, Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving og Nikulás Hansen Daðason. Myndbandið er allt tekið á 8 og 16mm kvikmyndafilmu, til að fá þetta gamla lúkk sem passar svo vel við lagið og efni lagsins.“ Hér má heyra lagið á Spotify. Hér má finna tónlistarmyndbandið á Youtube.
Tónlist Tengdar fréttir Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01 Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01
Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7. desember 2022 13:02