Skiptar skoðanir um að loka grunnskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 07:01 Einungis níu börn eru nú nemendur í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Vísir/Vilhelm Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna. Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“ Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“
Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira