Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2023 11:45 Ásgeir Jónsson segir mjög sterkar varnarlínur hafa verið byggðar upp utan um íslenska bankakerfið hefur hrunið 2008. Stöð 2/Ívar Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. Nokkur titringur hefur verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir hrun Silicon Valley bankans í Bandaríkjunum í síðustu viku og Signature bankans þar í landi um helgina. Bandarísk stjórnvöld gripu ekki inn í til að bjarga þessum bönkum sem teljast litlir á bandarískan mælikvarða þótt Silicon Valley bankinn hafi verið margfalt stærri en allir íslensku bankarnir til samans. HSBC bankinn í Bretlandi kom viðskiptamönnum Silicon Valley þar í landi hins vegar til bjargar með því að taka starfsemina í Bretlandi yfir. Í gær skalf síðan fjármálaheimur Evrópu þegar Credit Suisse bankinn lenti í vanda. Seðlabanki Sviss brást skjótt við og lýsti yfir að bankinn fengi 54 milljarða dollara stuðning frá honum, sem svarar til 7.700 milljarða íslenskra króna eða rúmlega sexfaldra fjárlaga íslenska ríkisins. Ásgeir Jónsson segir ekki hægt að sjá að kerfislegt hrun sé framundan eins og árið 2008.Stöð 2/Ívar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eftir fund fjármálastöðugleikanefndar bankans í gær að ekki væri hægt að útiloka smitáhrif frá vandræðum bandarísku bankanna í alþjóðlega fjármálakerfinu. Kerfislega mikilvægir bankar í Bandaríkjunum stæðu hins vegar vel. „En ég sé ekki beinlínis neitt kerfislegt áfall eins og 2008. Þrátt fyrir allt stendur bandaríska fjármálakerfið tiltölulega vel. Þeir bankar sem hafa lent í vandræðum eru þeir sem hafa verið með tiltölulega létt eftirlit,“ segir seðlabankastjóri. Nýlega hefðu bandarísk stjórnvöld létt á eftirlitskröfum með minni bönkum. Eftirlit með íslensku bönkunum væri hins vegar almennt mun strangara. „Þegar við endurbyggðum okkar kerfi eftir hrunið höfum við legið yfir helstu áhættuþáttunum. Reynt að byggja varnarlínur til að tryggja að okkar kerfi héldi. Ég held að íslenskir bankar búi við strangasta eftirlit sem þekkist á Vesturlöndum. Bæði hvað varðar eiginfjárkvaðir og annað. Takmarkanir á því hvað þeir geta gert. Við erum enn að herða á því núna með því að herða á þeim með eiginfjárkvaðirnar. Þannig að við trúum því að okkar varnarlínur haldi,“ sagði Ásgeir Jónsson. Þarna vísaði hann til þess að fjármálastöðugleikanefnd ákvað í gær að hækka framlag fjármálastofnana í sveiflujöfnunarsjóð úr 2 prósentum í 2,5 prósent. Samkvæmt reglum tekur þessi ákvörðun gildi eftir tólf mánuði en hún setur kvaðir á bankanna að leggja aukið fé til hliðar til að mæta mögulegum áföllum. Þá dregur þessi ákvörðun úr útlánagetu bankanna. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á fór Seðlabankinn í gagnstæða átt og felldi framlög í sveiflujöfnunarsjóð niður. Það var gert til að auka svigrúm bankanna til að koma fyrirtækjum og heimilum til aðstoðar. Nú vill Seðlabankinn hins vegar draga úr þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu og um leið verðbólgu. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sitja ekki á óinnleystu tapi vegna skuldabréfa sem hafa lækkað í verði Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s. 15. mars 2023 07:01 Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Slær þúsunda milljarða króna lán frá seðlabanka Svissneski bankinn Credit Suisse ætlar að fá lánaða allt að fimmtíu milljarða svissneskra franka, jafnvirði hátt á áttunda þúsund milljarða íslenskra króna, frá seðlabankanum þar í landi til þess að styrkja stöðu sína. Hlutabréf í bankanum féllu um fjórðung eftir að stærsti hluthafi hans neitaði að setja meira fé í hann í gær. 16. mars 2023 08:36 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Nokkur titringur hefur verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eftir hrun Silicon Valley bankans í Bandaríkjunum í síðustu viku og Signature bankans þar í landi um helgina. Bandarísk stjórnvöld gripu ekki inn í til að bjarga þessum bönkum sem teljast litlir á bandarískan mælikvarða þótt Silicon Valley bankinn hafi verið margfalt stærri en allir íslensku bankarnir til samans. HSBC bankinn í Bretlandi kom viðskiptamönnum Silicon Valley þar í landi hins vegar til bjargar með því að taka starfsemina í Bretlandi yfir. Í gær skalf síðan fjármálaheimur Evrópu þegar Credit Suisse bankinn lenti í vanda. Seðlabanki Sviss brást skjótt við og lýsti yfir að bankinn fengi 54 milljarða dollara stuðning frá honum, sem svarar til 7.700 milljarða íslenskra króna eða rúmlega sexfaldra fjárlaga íslenska ríkisins. Ásgeir Jónsson segir ekki hægt að sjá að kerfislegt hrun sé framundan eins og árið 2008.Stöð 2/Ívar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eftir fund fjármálastöðugleikanefndar bankans í gær að ekki væri hægt að útiloka smitáhrif frá vandræðum bandarísku bankanna í alþjóðlega fjármálakerfinu. Kerfislega mikilvægir bankar í Bandaríkjunum stæðu hins vegar vel. „En ég sé ekki beinlínis neitt kerfislegt áfall eins og 2008. Þrátt fyrir allt stendur bandaríska fjármálakerfið tiltölulega vel. Þeir bankar sem hafa lent í vandræðum eru þeir sem hafa verið með tiltölulega létt eftirlit,“ segir seðlabankastjóri. Nýlega hefðu bandarísk stjórnvöld létt á eftirlitskröfum með minni bönkum. Eftirlit með íslensku bönkunum væri hins vegar almennt mun strangara. „Þegar við endurbyggðum okkar kerfi eftir hrunið höfum við legið yfir helstu áhættuþáttunum. Reynt að byggja varnarlínur til að tryggja að okkar kerfi héldi. Ég held að íslenskir bankar búi við strangasta eftirlit sem þekkist á Vesturlöndum. Bæði hvað varðar eiginfjárkvaðir og annað. Takmarkanir á því hvað þeir geta gert. Við erum enn að herða á því núna með því að herða á þeim með eiginfjárkvaðirnar. Þannig að við trúum því að okkar varnarlínur haldi,“ sagði Ásgeir Jónsson. Þarna vísaði hann til þess að fjármálastöðugleikanefnd ákvað í gær að hækka framlag fjármálastofnana í sveiflujöfnunarsjóð úr 2 prósentum í 2,5 prósent. Samkvæmt reglum tekur þessi ákvörðun gildi eftir tólf mánuði en hún setur kvaðir á bankanna að leggja aukið fé til hliðar til að mæta mögulegum áföllum. Þá dregur þessi ákvörðun úr útlánagetu bankanna. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á fór Seðlabankinn í gagnstæða átt og felldi framlög í sveiflujöfnunarsjóð niður. Það var gert til að auka svigrúm bankanna til að koma fyrirtækjum og heimilum til aðstoðar. Nú vill Seðlabankinn hins vegar draga úr þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu og um leið verðbólgu.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sitja ekki á óinnleystu tapi vegna skuldabréfa sem hafa lækkað í verði Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s. 15. mars 2023 07:01 Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47 Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Slær þúsunda milljarða króna lán frá seðlabanka Svissneski bankinn Credit Suisse ætlar að fá lánaða allt að fimmtíu milljarða svissneskra franka, jafnvirði hátt á áttunda þúsund milljarða íslenskra króna, frá seðlabankanum þar í landi til þess að styrkja stöðu sína. Hlutabréf í bankanum féllu um fjórðung eftir að stærsti hluthafi hans neitaði að setja meira fé í hann í gær. 16. mars 2023 08:36 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Sitja ekki á óinnleystu tapi vegna skuldabréfa sem hafa lækkað í verði Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s. 15. mars 2023 07:01
Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47
Bréf í bönkum taka dýfu Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum. 14. mars 2023 07:16
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49
Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45
Slær þúsunda milljarða króna lán frá seðlabanka Svissneski bankinn Credit Suisse ætlar að fá lánaða allt að fimmtíu milljarða svissneskra franka, jafnvirði hátt á áttunda þúsund milljarða íslenskra króna, frá seðlabankanum þar í landi til þess að styrkja stöðu sína. Hlutabréf í bankanum féllu um fjórðung eftir að stærsti hluthafi hans neitaði að setja meira fé í hann í gær. 16. mars 2023 08:36
Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent