Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 16. mars 2023 11:20 Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur opnað almenna vefsölu en þar má sjá lausa daga á ársvæðum félagsins en þar á meðal eru Elliðaárnar. Umsóknarþunginn í Elliðaárnar hefur líklega aldrei verið meiri hjá félagsmönnum SVFR eins og hann var í vetur en ástæða þess er afar einföld. Það er líklega ekki hægt að komast í betri, ódýrari og jafn barnvæna veiði og í ánni en þarna hafa fjölmargir ungir veiðimenn einmitt fengið sína fyrstu laxa. Þegar reglum í ánni var breytt í þá átt að aðeins mátti veiða á flugu og öllu sleppt voru ýmsar efasemdaraddir uppi um að aðsókn í árnar myndi dragast saman en sú hefur ekki orðið raunin. Nú þegar úthlutun er lokið fara lausar stangir á vefsölu félagsins en það verður að segjast eins og er að ef þú ætlar að eiga einhvern möguleika á að kasta flugu í Elliðaárnar þarftu að vera nokkuð röskur eða rösk því það eru aðeins örfáar stangir eftir í september lausar en sá tími getur verið fantagóður. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði
Umsóknarþunginn í Elliðaárnar hefur líklega aldrei verið meiri hjá félagsmönnum SVFR eins og hann var í vetur en ástæða þess er afar einföld. Það er líklega ekki hægt að komast í betri, ódýrari og jafn barnvæna veiði og í ánni en þarna hafa fjölmargir ungir veiðimenn einmitt fengið sína fyrstu laxa. Þegar reglum í ánni var breytt í þá átt að aðeins mátti veiða á flugu og öllu sleppt voru ýmsar efasemdaraddir uppi um að aðsókn í árnar myndi dragast saman en sú hefur ekki orðið raunin. Nú þegar úthlutun er lokið fara lausar stangir á vefsölu félagsins en það verður að segjast eins og er að ef þú ætlar að eiga einhvern möguleika á að kasta flugu í Elliðaárnar þarftu að vera nokkuð röskur eða rösk því það eru aðeins örfáar stangir eftir í september lausar en sá tími getur verið fantagóður.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði