„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2023 10:00 Hannes S. Jónsson Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014. KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
KKÍ fór í niðurskurð árið 2014 og sagði framkvæmdastjóra sambandsins upp. Hannes var þá formaður sambandsins og gerður að framkvæmdastjóra samhliða þvívegna niðurskurðarins. Því var ætlað að vera tímabundin lausn en hefur staðið í níu ár. Hannes segir vonir alltaf hafa staðið til um að breyta fyrirkomulaginu til baka en kosið verður um tillögu þess efnis á ársþingi KKÍ næstu helgi. „Við höfum sagt að okkur finnst kominn tími á það í nokkur ár, að það þurfi að gera þetta. En það þarf að vera fjárhagslegur grundvöllur fyrir því. Það hefur ekkert með þessa tillögu að gera per se, að ég segi það. Þetta er í mörg ár sem þetta hefur verið svona,“ „Ég hef svarað hreyfingunni þessu allnokkrum sinnum, síðast á formannafundi í janúar þar sem við fórum bara yfir þetta. Þingið ræðir þetta og tekur þetta fyrir eins og mörg önnur mál. Svo fer þetta bara á þann veg sem þingið vill,“ segir Hannes. Á að aðskilja þetta til framtíðar en spurning með tímapunkt Í greinargerð þeirra Hilmars Júlíussonar og Björgvins Inga Ólafssonar, sem leggja málið fram fyrir hönd Stjörnunnar, segir að þetta sé lagt fram með gildi góðra stjórnarhátta að leiðarljósi. Aðskilja þurfi stöðurnar til að skerpa á verkaskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Ég tel að það eigi að vera þannig og þannig á það að vera til framtíðar. Spurningin er hvenær er rétti tíminn til þess eftir að farið var út í þetta á sínum tíma. Að sjálfsögðu er það þannig og ég held að enginn viti það betur en ég sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu,“ „Þess vegna skiptir máli að þú sért með öflugt fólk í kringum þig og við erum með öfluga stjórnsýslu og fólk sem er að starfa í kringum sambandið. En ég veit þetta og skil þetta, enginn betur en ég, og þess vegna viljum við að sjálfsögðu breyta þessu á einhverjum tímapunkti,“ segir Hannes. Óþægilegt að ræða eigin stöðu Því hefur verið velt upp hvort KKÍ hafi efni á breytingunni enda voru stöðurnar sameinaðar í sparnaðarskyni á sínum tíma. Í vetur var styrktarupphæð sambandsins frá Afrekssjóði ÍSÍ dregin saman til muna og sér fram á erfiða tíma í rekstri sambandsins ef fram heldur sem horfi. Hannes var því spurður hvort sambandið hefði efni á slíku. „Ekki eins og staðan er í dag. Þá er það sambandsins að gera breytingar á því, væntanlega á þingi. Það er stóra ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn farið út í þessa breytingu. Við munum þurfa að gera þessa breytingu á einhverjum tímapunkti og við höfum talað um að þetta þurfi að gerast á allra næstu árum,“ „Vonandi líða ekki önnur níu ár og ég held að þetta muni breytast, spurningin er hvenær og hvernig. Það er bara umræðan sem fer inn í þingið um næstu helgi,“ „Þetta er rosalega erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta. Það er bara þannig, mér finnst það mjög erfitt og myndi helst ekki vilja að tjá mig um þetta. Ég skil vel að það sé spurt en vil helst að þetta fái sína góðu þinglegu meðferð á Körfuknattleiksþinginu.“ segir Hannes.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira