Ný stjórn VG var kjörin á landsfundi flokksins nú síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætirsráðherra var sjálfkjörin til áframhaldandi setu á formannsstóli og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, gaf einn kost á sér í embætti varaformanns.
Barátta var háð um tvær stöður, sitjandi ritari og gjaldkeri gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Svo fór að Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir var kjörin ritari og Steinar Harðarson gjaldkeri.

Þá voru þau Elín Björk Jónasdóttir, Maarit Kaipainen, Pétur Heimisson, Sigríður Gísladóttir, Óli Halldórsson, Hólmfríður Árnadóttir og Andrés Skúlason kosin meðstjórnendur.
Varameðstjórnendur eru þau Klara Mist Pálsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Álfheiður Ingadóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir.