Undanúrslitin klár: Man City fær B-deildarlið og Man United mætir Brighton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 23:00 Brighton hefur átt góðu gengi að fagna gegn Man United að undanförnu. EPA-EFE/Peter Powell Búið er að draga í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi. Mancester City mætir B-deildarliði Sheffield United á meðan Brighton & Hove Albion mætir Manchester United. Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira
Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Sjá meira