Öruggur sigur Pérez og magnaður Verstappen komst á verðlaunapall Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 19:30 Sigurvegarinn í Sádi-Arabíu. EPA-EFE/Luca Bruno Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, kom sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum í Sádi-Arabíu. Samherji hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, tókst á undraverðan hátt að enda á verðlaunapalli þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. Pérez hóf kappakstur dagsins á ráspól, stóðst áhlaup Fernando Alonso og kom á endanum fyrstur í mark. Þó svo að Pérez hafi keyrt frábærlega og hafi verið að hrósa sigri í fimmta skipti þá tókst Verstappen samt sem áður að stela sviðsljósinu. Nobody could stop @SChecoPerez in Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/h0FUWND4Gz— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Hollendingurinn átti erfitt uppdráttar í tímatökunni og var í 15. sæti þegar keppni dagsins hófst. Hann nýtti hverja einustu örðu af hæfileikum sem hann býr yfir og tókst að enda í öðru sæti. Var þetta annar kappaksturinn í röð þar sem Red Bull-teymið endar í 1. og 2. sæti. Upphaflega var Fernando Alonso, Austin Martin, í 3. sætinu en refsingu eftir að kappakstri var lokið og féll niður í 4. sæti. Við það fór George Russell, Mercedes, upp á verðlaunapall. Max Verstappen sets the fastest lap on the very last lap of the race to earn one bonus point #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/RuUq6YJ0nD— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Næsta keppni Formúlu 1 fer fram í Ástralíu þann 2. apríl næstkomandi. Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pérez hóf kappakstur dagsins á ráspól, stóðst áhlaup Fernando Alonso og kom á endanum fyrstur í mark. Þó svo að Pérez hafi keyrt frábærlega og hafi verið að hrósa sigri í fimmta skipti þá tókst Verstappen samt sem áður að stela sviðsljósinu. Nobody could stop @SChecoPerez in Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/h0FUWND4Gz— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Hollendingurinn átti erfitt uppdráttar í tímatökunni og var í 15. sæti þegar keppni dagsins hófst. Hann nýtti hverja einustu örðu af hæfileikum sem hann býr yfir og tókst að enda í öðru sæti. Var þetta annar kappaksturinn í röð þar sem Red Bull-teymið endar í 1. og 2. sæti. Upphaflega var Fernando Alonso, Austin Martin, í 3. sætinu en refsingu eftir að kappakstri var lokið og féll niður í 4. sæti. Við það fór George Russell, Mercedes, upp á verðlaunapall. Max Verstappen sets the fastest lap on the very last lap of the race to earn one bonus point #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/RuUq6YJ0nD— Formula 1 (@F1) March 19, 2023 Næsta keppni Formúlu 1 fer fram í Ástralíu þann 2. apríl næstkomandi.
Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira