Fyrirliðinn fyrrverandi segir leikmenn Man Utd þurfa spark í afturendann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 10:31 Casemiro og Roy Keane þegar sá fyrrnefndi var tilkynntur sem leikmaður félagsins. Casemiro lék ekki gegn Fulham þar sem hann er í leikbanni. Ash Donelon/Getty Images Þrátt fyrir 3-1 sigur Manchester United á Fulham í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar á sunnudag segir fyrirliðinn fyrrverandi Roy Keane að leikmenn liðsins þurfi spark í afturendann. Man United vann heldur dramatískan sigur í 8-liða úrslitum þar sem liðið var marki undir þangað til það fékk vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Í sömu andrá var tveimur leikmönnum Fulham vikið af velli sem og þjálfara liðsins. Roy Keane vann nærri allt sem hægt var að vinna með félaginu er hann var fyrirliði þess í kringum aldamót. Í dag er hann sparkspekingur og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ég hef misst smá trúnna á því að horfa á Man United núna að undanförnu. Fyrir einum til tveimur mánuðum fannst mér leikmennirnir vera klárir í það sem koma skildi en í undanförnum leikjum hef ég séð gamla slæma ávana,“ sagði Keane eftir leikinn á Old Trafford í gær, sunnudag. „Það er allt í lagi að spila augnablikið endrum og eins en núna finnst mér eins og það sé í erfðaefni [e. DNA] þeirra. Þeir hafa leyft gömlum, slæmum, ávönum að koma aftur.“ „Aðalatriðið í leikjum sem þessum er að komast áfram í næstu umferð. Ég held samt að Erik Ten Hag [þjálfari Man United] sé mjög svekktur með það sem hann sá. Auðvitað skemmdu leikmenn Fulham fyrir sjálfum sér en leikmenn Man Utd voru ótrúlega slakir. Stundum er betra að vera heppinn en góður, þeir hafa fundið leiðir í síðustu leikjum en Fulham var sinn versti óvinur í dag.“ „Þeir [leikmenn Man Utd] mættu til leiks og töldu sig þegar hafa unnið leikinn því þeir eru með hágæða leikmenn. Ef þeir mæta með sama hugarfar í undanúrslitin þá mun Brighton & Hove Albion vinna þá.“ „Þeir þurfa spark í afturendann,“ sagði Keane að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Man United vann heldur dramatískan sigur í 8-liða úrslitum þar sem liðið var marki undir þangað til það fékk vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Í sömu andrá var tveimur leikmönnum Fulham vikið af velli sem og þjálfara liðsins. Roy Keane vann nærri allt sem hægt var að vinna með félaginu er hann var fyrirliði þess í kringum aldamót. Í dag er hann sparkspekingur og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ég hef misst smá trúnna á því að horfa á Man United núna að undanförnu. Fyrir einum til tveimur mánuðum fannst mér leikmennirnir vera klárir í það sem koma skildi en í undanförnum leikjum hef ég séð gamla slæma ávana,“ sagði Keane eftir leikinn á Old Trafford í gær, sunnudag. „Það er allt í lagi að spila augnablikið endrum og eins en núna finnst mér eins og það sé í erfðaefni [e. DNA] þeirra. Þeir hafa leyft gömlum, slæmum, ávönum að koma aftur.“ „Aðalatriðið í leikjum sem þessum er að komast áfram í næstu umferð. Ég held samt að Erik Ten Hag [þjálfari Man United] sé mjög svekktur með það sem hann sá. Auðvitað skemmdu leikmenn Fulham fyrir sjálfum sér en leikmenn Man Utd voru ótrúlega slakir. Stundum er betra að vera heppinn en góður, þeir hafa fundið leiðir í síðustu leikjum en Fulham var sinn versti óvinur í dag.“ „Þeir [leikmenn Man Utd] mættu til leiks og töldu sig þegar hafa unnið leikinn því þeir eru með hágæða leikmenn. Ef þeir mæta með sama hugarfar í undanúrslitin þá mun Brighton & Hove Albion vinna þá.“ „Þeir þurfa spark í afturendann,“ sagði Keane að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn