Aldrei fleiri grunsamlegir leikir og aldrei fleirum refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 13:30 Fótbolti er vinsælasta íþrótt heims og langflestir af grunsamlegu leikjunum á síðasta ári voru í fótbolta. Getty Yfir 1.000 leikir, í hinum ýmsu greinum, fóru fram á síðasta ári þar sem grunur leikur á um hagræðingu úrslita. Leikirnir hafa aldrei verið fleiri en sömuleiðis hefur aldrei fleirum verið refsað fyrir svindl með því að hafa ólögleg áhrif á leiki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir. Fjárhættuspil Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir.
Fjárhættuspil Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira