Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 14:01 Vignir Vatnar Stefánsson er sextándi stórmeistari Íslands. skák.is „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. „Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“ Skák Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
„Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“
Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson
Skák Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira