Vill að LED-skjár verði fjarlægður af strætó Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 08:01 LED-skilti með auglýsingu aftan á strætisvagni númer eitt fyrr í vikunni. Samgöngustofa telur skiltið ekki standast lög og reglur. Vísir/Árni Samgöngustofa mælist til þess að LED-skilti sem hengt var aftan á strætisvagn í tilraunaskyni verði tekið niður. Fyrirtæki sem selur auglýsingar í strætisvagna óskaði eftir að fá að prófa tæknina. Sumir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu LED-skjá hangandi aftan á strætisvagni á vegum Strætó á dögunum. Á myndum af skiltinu sést að á því rúlla skjáauglýsingar og hylur það hluta af afturrúðu vagnsins. hver setti fokking auglýsingar skjá á strætóinn pic.twitter.com/dVqVrKfNqC— stefán (@bilunarstraumur) March 20, 2023 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um tilraunaverkefni á einum vagni að ræða. Það sé á vegum fyrirtækisins Nauts ehf. en það selur meðal annars auglýsingar á handföngum inni í vögnum Strætó. Fyrirtækið hafi viljað prófa að hengja LED-skjá aftan á vagn. Strætó beri engan kostnað af tilrauninni en fái hlutdeild í auglýsingasölu ef skjáirnir verða teknir í almenna notkun. Tilraunaverkefnið virðist þó verða skammlíft. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að að hún líti svo á að ljósaskilti á ökutækjum séu bönnuð. Vísar hún til sjöunda greinar reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem fjallar um ljósabúnað á ökutækjum. Auglýsingaskiltið hylur hluta afturrúðu strætisvagnsins.Vísir/Árni Í ljósi reglugerðarinnar og truflunar sem ljósaskiltin geti valdið í umferðinni hafi Samgöngustofa mælst til þess að skiltin verði tekin niður. Ekki náðist í Gunnar Gunnarsson, annan eiganda Nauts ehf., við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes, framkvæmdastjóri Strætó, sagði Vísi fyrr í vikunni áður en álit Samgöngustofu lá fyrir að auglýsingafyrirtækið hefði farið með málið í gegnum lögfræðing og að hann gerði ráð fyrir að það hefði fengið grænt ljós hjá honum. Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Umferðaröryggi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sumir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu LED-skjá hangandi aftan á strætisvagni á vegum Strætó á dögunum. Á myndum af skiltinu sést að á því rúlla skjáauglýsingar og hylur það hluta af afturrúðu vagnsins. hver setti fokking auglýsingar skjá á strætóinn pic.twitter.com/dVqVrKfNqC— stefán (@bilunarstraumur) March 20, 2023 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um tilraunaverkefni á einum vagni að ræða. Það sé á vegum fyrirtækisins Nauts ehf. en það selur meðal annars auglýsingar á handföngum inni í vögnum Strætó. Fyrirtækið hafi viljað prófa að hengja LED-skjá aftan á vagn. Strætó beri engan kostnað af tilrauninni en fái hlutdeild í auglýsingasölu ef skjáirnir verða teknir í almenna notkun. Tilraunaverkefnið virðist þó verða skammlíft. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að að hún líti svo á að ljósaskilti á ökutækjum séu bönnuð. Vísar hún til sjöunda greinar reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem fjallar um ljósabúnað á ökutækjum. Auglýsingaskiltið hylur hluta afturrúðu strætisvagnsins.Vísir/Árni Í ljósi reglugerðarinnar og truflunar sem ljósaskiltin geti valdið í umferðinni hafi Samgöngustofa mælst til þess að skiltin verði tekin niður. Ekki náðist í Gunnar Gunnarsson, annan eiganda Nauts ehf., við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes, framkvæmdastjóri Strætó, sagði Vísi fyrr í vikunni áður en álit Samgöngustofu lá fyrir að auglýsingafyrirtækið hefði farið með málið í gegnum lögfræðing og að hann gerði ráð fyrir að það hefði fengið grænt ljós hjá honum.
Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Umferðaröryggi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira