Vill að LED-skjár verði fjarlægður af strætó Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 08:01 LED-skilti með auglýsingu aftan á strætisvagni númer eitt fyrr í vikunni. Samgöngustofa telur skiltið ekki standast lög og reglur. Vísir/Árni Samgöngustofa mælist til þess að LED-skilti sem hengt var aftan á strætisvagn í tilraunaskyni verði tekið niður. Fyrirtæki sem selur auglýsingar í strætisvagna óskaði eftir að fá að prófa tæknina. Sumir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu LED-skjá hangandi aftan á strætisvagni á vegum Strætó á dögunum. Á myndum af skiltinu sést að á því rúlla skjáauglýsingar og hylur það hluta af afturrúðu vagnsins. hver setti fokking auglýsingar skjá á strætóinn pic.twitter.com/dVqVrKfNqC— stefán (@bilunarstraumur) March 20, 2023 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um tilraunaverkefni á einum vagni að ræða. Það sé á vegum fyrirtækisins Nauts ehf. en það selur meðal annars auglýsingar á handföngum inni í vögnum Strætó. Fyrirtækið hafi viljað prófa að hengja LED-skjá aftan á vagn. Strætó beri engan kostnað af tilrauninni en fái hlutdeild í auglýsingasölu ef skjáirnir verða teknir í almenna notkun. Tilraunaverkefnið virðist þó verða skammlíft. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að að hún líti svo á að ljósaskilti á ökutækjum séu bönnuð. Vísar hún til sjöunda greinar reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem fjallar um ljósabúnað á ökutækjum. Auglýsingaskiltið hylur hluta afturrúðu strætisvagnsins.Vísir/Árni Í ljósi reglugerðarinnar og truflunar sem ljósaskiltin geti valdið í umferðinni hafi Samgöngustofa mælst til þess að skiltin verði tekin niður. Ekki náðist í Gunnar Gunnarsson, annan eiganda Nauts ehf., við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes, framkvæmdastjóri Strætó, sagði Vísi fyrr í vikunni áður en álit Samgöngustofu lá fyrir að auglýsingafyrirtækið hefði farið með málið í gegnum lögfræðing og að hann gerði ráð fyrir að það hefði fengið grænt ljós hjá honum. Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Umferðaröryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sumir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu LED-skjá hangandi aftan á strætisvagni á vegum Strætó á dögunum. Á myndum af skiltinu sést að á því rúlla skjáauglýsingar og hylur það hluta af afturrúðu vagnsins. hver setti fokking auglýsingar skjá á strætóinn pic.twitter.com/dVqVrKfNqC— stefán (@bilunarstraumur) March 20, 2023 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um tilraunaverkefni á einum vagni að ræða. Það sé á vegum fyrirtækisins Nauts ehf. en það selur meðal annars auglýsingar á handföngum inni í vögnum Strætó. Fyrirtækið hafi viljað prófa að hengja LED-skjá aftan á vagn. Strætó beri engan kostnað af tilrauninni en fái hlutdeild í auglýsingasölu ef skjáirnir verða teknir í almenna notkun. Tilraunaverkefnið virðist þó verða skammlíft. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að að hún líti svo á að ljósaskilti á ökutækjum séu bönnuð. Vísar hún til sjöunda greinar reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem fjallar um ljósabúnað á ökutækjum. Auglýsingaskiltið hylur hluta afturrúðu strætisvagnsins.Vísir/Árni Í ljósi reglugerðarinnar og truflunar sem ljósaskiltin geti valdið í umferðinni hafi Samgöngustofa mælst til þess að skiltin verði tekin niður. Ekki náðist í Gunnar Gunnarsson, annan eiganda Nauts ehf., við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes, framkvæmdastjóri Strætó, sagði Vísi fyrr í vikunni áður en álit Samgöngustofu lá fyrir að auglýsingafyrirtækið hefði farið með málið í gegnum lögfræðing og að hann gerði ráð fyrir að það hefði fengið grænt ljós hjá honum.
Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Umferðaröryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira