Vill að LED-skjár verði fjarlægður af strætó Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2023 08:01 LED-skilti með auglýsingu aftan á strætisvagni númer eitt fyrr í vikunni. Samgöngustofa telur skiltið ekki standast lög og reglur. Vísir/Árni Samgöngustofa mælist til þess að LED-skilti sem hengt var aftan á strætisvagn í tilraunaskyni verði tekið niður. Fyrirtæki sem selur auglýsingar í strætisvagna óskaði eftir að fá að prófa tæknina. Sumir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu LED-skjá hangandi aftan á strætisvagni á vegum Strætó á dögunum. Á myndum af skiltinu sést að á því rúlla skjáauglýsingar og hylur það hluta af afturrúðu vagnsins. hver setti fokking auglýsingar skjá á strætóinn pic.twitter.com/dVqVrKfNqC— stefán (@bilunarstraumur) March 20, 2023 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um tilraunaverkefni á einum vagni að ræða. Það sé á vegum fyrirtækisins Nauts ehf. en það selur meðal annars auglýsingar á handföngum inni í vögnum Strætó. Fyrirtækið hafi viljað prófa að hengja LED-skjá aftan á vagn. Strætó beri engan kostnað af tilrauninni en fái hlutdeild í auglýsingasölu ef skjáirnir verða teknir í almenna notkun. Tilraunaverkefnið virðist þó verða skammlíft. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að að hún líti svo á að ljósaskilti á ökutækjum séu bönnuð. Vísar hún til sjöunda greinar reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem fjallar um ljósabúnað á ökutækjum. Auglýsingaskiltið hylur hluta afturrúðu strætisvagnsins.Vísir/Árni Í ljósi reglugerðarinnar og truflunar sem ljósaskiltin geti valdið í umferðinni hafi Samgöngustofa mælst til þess að skiltin verði tekin niður. Ekki náðist í Gunnar Gunnarsson, annan eiganda Nauts ehf., við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes, framkvæmdastjóri Strætó, sagði Vísi fyrr í vikunni áður en álit Samgöngustofu lá fyrir að auglýsingafyrirtækið hefði farið með málið í gegnum lögfræðing og að hann gerði ráð fyrir að það hefði fengið grænt ljós hjá honum. Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Umferðaröryggi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Sumir vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir sáu LED-skjá hangandi aftan á strætisvagni á vegum Strætó á dögunum. Á myndum af skiltinu sést að á því rúlla skjáauglýsingar og hylur það hluta af afturrúðu vagnsins. hver setti fokking auglýsingar skjá á strætóinn pic.twitter.com/dVqVrKfNqC— stefán (@bilunarstraumur) March 20, 2023 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir um tilraunaverkefni á einum vagni að ræða. Það sé á vegum fyrirtækisins Nauts ehf. en það selur meðal annars auglýsingar á handföngum inni í vögnum Strætó. Fyrirtækið hafi viljað prófa að hengja LED-skjá aftan á vagn. Strætó beri engan kostnað af tilrauninni en fái hlutdeild í auglýsingasölu ef skjáirnir verða teknir í almenna notkun. Tilraunaverkefnið virðist þó verða skammlíft. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að að hún líti svo á að ljósaskilti á ökutækjum séu bönnuð. Vísar hún til sjöunda greinar reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem fjallar um ljósabúnað á ökutækjum. Auglýsingaskiltið hylur hluta afturrúðu strætisvagnsins.Vísir/Árni Í ljósi reglugerðarinnar og truflunar sem ljósaskiltin geti valdið í umferðinni hafi Samgöngustofa mælst til þess að skiltin verði tekin niður. Ekki náðist í Gunnar Gunnarsson, annan eiganda Nauts ehf., við vinnslu fréttarinnar. Jóhannes, framkvæmdastjóri Strætó, sagði Vísi fyrr í vikunni áður en álit Samgöngustofu lá fyrir að auglýsingafyrirtækið hefði farið með málið í gegnum lögfræðing og að hann gerði ráð fyrir að það hefði fengið grænt ljós hjá honum.
Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Umferðaröryggi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira