Dele Alli er ekki týndur þótt að þjálfarinn sé að leita að honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2023 16:31 Dele Alli er í láni hjá Besiktas en samband hans og þjálfarans er ekki gott. Dele Alli er ekki að upplifa skemmtilega tíma hjá tyrkneska félaginu Besiktas en fullvissaði samt áhyggjufulla aðdáendur sínar að hann sé ekki týndur. Senol Gunes, þjálfari Besiktas, skaut á Alli á blaðamannafundi í gær. „Dele Alli komst ekki að þessu sinni. Það er rigning og ég held að það sé ástæðan fyrir því að hann lét ekki sjá sig,“ sagði Senol Gunes. Be ikta manager enol Güne : "We gave Dele Alli permission for a small break, he hasn't come back yet. It's raining, that's probably why he didn't come. We're trying to find out where he is." (AA Spor) pic.twitter.com/y35alccpGH— EuroFoot (@eurofootcom) March 22, 2023 „Við erum að reyna að ná í hann. Hann svaraði ekki símanum. Vonandi lenti hann ekki í slysi,“ sagði Gunes. Dele Alli varð auðvitað var við þetta enda hafa erlendir fréttamiðlar slegið því upp í framhaldinu að enski knattspyrnumaðurinn væri týndur. Alli lét vita af sér á samfélagsmiðlum. The club gave me permission to attend a doctor s appointment today. "I m due back in training tomorrow (Thursday) as normal."Dele Alli has explained his absence after Besiktas manager Senol Gunes said he had not reported for training.#BJK | #EFC https://t.co/YOITySMsno— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 23, 2023 „Hæ allir. Ég fékk fullt af skilaboðum og vildi því að eitt væri á hreinu. Félagið gaf mér leyfi til að hitta lækni í dag. Ég á að mæta aftur á æfingu á morgun [Fimmtudag] eins og vanalega,“ skrifaði Dele Alli. Hinn 26 ára gamli Alli er á láni hjá Besiktas frá Everton en honum hefur ekki gengið allt of vel í Tyrklandi. Alli hefur skorað 3 mörk í 17 leikjum og hefur gengið á sig mikla gagnrýni ekki síst frá Gunes þjálfara. Stuðningsmenn Besiktas hafa líka baulað á hann eins og gerðist þegar hann var tekinn af velli í bikartapi í desember. Ferill Alli hefur verið á hraðri niðurleið síðan að hann sló í gegn með Tottenham og var meðal annars kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2016-17. Tyrkneski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Senol Gunes, þjálfari Besiktas, skaut á Alli á blaðamannafundi í gær. „Dele Alli komst ekki að þessu sinni. Það er rigning og ég held að það sé ástæðan fyrir því að hann lét ekki sjá sig,“ sagði Senol Gunes. Be ikta manager enol Güne : "We gave Dele Alli permission for a small break, he hasn't come back yet. It's raining, that's probably why he didn't come. We're trying to find out where he is." (AA Spor) pic.twitter.com/y35alccpGH— EuroFoot (@eurofootcom) March 22, 2023 „Við erum að reyna að ná í hann. Hann svaraði ekki símanum. Vonandi lenti hann ekki í slysi,“ sagði Gunes. Dele Alli varð auðvitað var við þetta enda hafa erlendir fréttamiðlar slegið því upp í framhaldinu að enski knattspyrnumaðurinn væri týndur. Alli lét vita af sér á samfélagsmiðlum. The club gave me permission to attend a doctor s appointment today. "I m due back in training tomorrow (Thursday) as normal."Dele Alli has explained his absence after Besiktas manager Senol Gunes said he had not reported for training.#BJK | #EFC https://t.co/YOITySMsno— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 23, 2023 „Hæ allir. Ég fékk fullt af skilaboðum og vildi því að eitt væri á hreinu. Félagið gaf mér leyfi til að hitta lækni í dag. Ég á að mæta aftur á æfingu á morgun [Fimmtudag] eins og vanalega,“ skrifaði Dele Alli. Hinn 26 ára gamli Alli er á láni hjá Besiktas frá Everton en honum hefur ekki gengið allt of vel í Tyrklandi. Alli hefur skorað 3 mörk í 17 leikjum og hefur gengið á sig mikla gagnrýni ekki síst frá Gunes þjálfara. Stuðningsmenn Besiktas hafa líka baulað á hann eins og gerðist þegar hann var tekinn af velli í bikartapi í desember. Ferill Alli hefur verið á hraðri niðurleið síðan að hann sló í gegn með Tottenham og var meðal annars kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2016-17.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira