Risaleikur Embiid dugði ekki til gegn Curry og félögum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:00 Steph Curry og félagar unnu góðan sigur í nótt. Vísir/Getty Fjörtíu og sex stig frá Joel Embiid dugðu skammt þegar Golden State Warriors vann góðan sigur á Philadelphia 76´ers í NBA-deildinni í nótt. Þá vann Lakers mikivægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127 NBA Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira
Golden State Warriors tóku á móti Philadelphia 76´ers á heimavelli sínum í Kaliforníu í nótt. Joel Embiid skoraði 46 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Sixers en það dugði skammt því mögnuð frammistaða Jordan Poole í fjórða leikhluta var lykillinn á bakvið 120-112 sigur Warriors. Poole skoraði nítján af þrjátíu og þremur stigum sínum í lokafjórðungnum en Warriors lenti mest ellefu stigum undir í leiknum. Warriors won a thriller behind big performances from Steph and Jordan Poole Steph: 29 PTS, 8 REB, 3 ASTPoole: 33 PTS, 3 REB, 3 AST, 6 3PM pic.twitter.com/R7twDoYCbQ— NBA (@NBA) March 25, 2023 Steph Curry skoraði 29 stig og tók 8 fráköst en 76´ers tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttu Austurdeildinnar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar á eftir Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Í Boston unnu heimamenn öruggan sigur á Indiana Pacers. Jayson Tatum skoraði 34 stig í 120-95 sigri en Tyrese Haliburton skoraði 20 stig fyrir Pacers. Los Angeles Lakers vann mikilvægan sigur í Vesturdeildinni þegar þeir lögðu Oklahoma City Thunder 116-111. Lakersliðið hefur verið á leið upp töfluna undanfarnar vikur en þeir vonast eftir að fá LeBron James aftur á völlinn sem fyrst. James hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum. 18 days until the Play-In Teams ranked 7-10 will compete to secure the final two spots for each conference in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. https://t.co/nbiWEGdkMg pic.twitter.com/yYm9ltcBcy— NBA (@NBA) March 25, 2023 Anthony Davis skoraði 37 stig og tók 15 fráköst í sigri Lakers sem nú situr í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Þá tryggði Memphis Grizzlies sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á botnliði Houston Rockets. Grizzlies er í öðru sæti Vesturdeildarinnar og með sjötta besta árangur allra liða. Grizzlies vann 151-114 þar sem Luke Kennard var stigahæstur með 30 stig. Önnur úrslit í nótt Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
Washington Wizards - San Antonio Spurs 136-124Toronto Raptors - Detroit Pistons 118-97Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 109-117Utah Jazz - Milwaukee Bucks 116-144Portland Trailblazers - Chicago Bulls 96-124Sacramento Kings - Phoenix Suns 135-127
NBA Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum