Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. mars 2023 13:03 Viðbrögðin við yfirlýsingu Heimildarinnar, um að fjölmiðla- og baráttukonan Edda Falak hafi logið til um starfsferil sinn hafa verið misjöfn. Sóley Tómasdóttir hefur ritað greinar til varnar henni og gert lítið úr lyginni á Twitter. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason og tónlistarmaðurinn Bubba Morthens setja spurningamerki við þá Twitter-herferð sem hófst í kjölfar yfirlýsingarinnar. samsett/vísir Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Nánar tiltekið sagði Edda meðal annars í viðtali á mbl.is að hún hafi unnið við „verðbréfamiðlun hjá virtum banka í Danmörku“. Svipuð var lýsing Eddu á starfi hennar í Kaupmannahöfn í viðtali hér á Vísi og á RÚV þar sem hún kvaðst hafa verið í „virtri stöðu hjá fjármálafyrirtæki“. Í yfirlýsingu Heimildarinnar er ekki nánar tilgreint hvað það var sem Edda laug til um, né farið út í það hvert hið rétta sé varðandi starfsferil hennar. #Afsakið Málið hefur vakið mikla athygli og kallað fram ólík viðbrögð meðal nafntogaðra einstaklinga á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks hefur sýnt Eddu stuðning með notkun myllumerkisins #afsakið. Þar deilir fólk sögum af minniháttar misgjörðum og lygum í gegnum tíðina. Sóley Tómasdóttir, sem skrifaði grein til varnar Eddu á Vísi, biðst til að mynda afsökunar á því að hafa titlað sig ranglega sem kynja og fjölbreytileikafræðing, en ekki uppeldisfræðing með kynja og fjölbreytileikasérhæfingu. Ef Edda á að biðjast afsökunar á þessu, er eins gott að við hin afsökum alla okkar stórglæpi líka. Ég hef blekkt ykkur öll. Ég ekki kynja- og fjölbreytileikafræðingur, heldur uppeldisfræðingur með kynja- og fjölbreytileikasérhæfingu. #afsakiðhttps://t.co/FNxFPkRNyN— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) March 24, 2023 Fjölmargir hafa lagt orð í belg undir myllumerkinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, biðst afsökunar á því að hafa ekki greint frá því á ferilskránni að hafa unnið í „hálfan dag á kristilegu barnaheimili í Svíþjóð.“ „Eins gott að biðjast afsökunar áður en ég verð afhjúpuð af feðraveldinu,“ skrifar hún. Eins gott að biðjast afsökunar áður en ég verð afhjúpuð af feðraveldinu. Hef aldrei greint frá því á ferilskránni að ég vann í hálfan dag á kristilegu barnaheimili í Svíþjóð #afsakið— Drífa Snædal (@DrifaSnaedal) March 24, 2023 Fleiri hafa komið Eddu til varnar, þar á meðal Gísli Marteinn, sjónvarpsmaður á RÚV: „Edda Falak er undanfarin ár búin að vera hugrakkasti aktívistinn gegn kynbundnu ofbeldi og ein öflugasta rannsóknarblaðakona landsins. Hún og aðrar konur sem ógna feðraveldinu fá margfalt meira hatur en við karlarnir. Heimildin og Edda búin að svara árásum og áfram gakk,“ skrifar hann á Twitter. Með ólíkindum Ekki eru allir jafn hrifnir af fyrrgreindri samfélagsmiðlaherferð. Egill Helgason fjölmiðlamaður setur spurningamerki við þau skilaboð sem felast í henni: „Ég á frekar erfitt með afstæðishyggjua sem felst í því að sannleikur skipti minna máli en hverjir segja hlutina. Ég er ekki viss um að það sé hollt fyrir samfélög og alls ekki fjölmiðla,“ skrifar hann á Facebook síðu sinni og vísar til umræðunnar um lygi Eddu. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, svarar færslu Egils þar sem hann kveðst sammála en það hafi „alltaf skipt máli hver talar og dreifing á þeim forsendum gjarnan verið ofar hlutlægum sannleika.“ Eva Hauksdóttir lögmaður tekur í sama streng og Egill: „Auðvitað skiptir engu máli hvort Edda Falak var skyrsali eða í virtri stöðu sem verðbréfamiðlari í stórum og virtum fjárfestingarbanka. Sumum finnst samt skipta máli hvort henni fannst sjálfri þörf á að búa til sögu sem hæfði málstaðnum. En mjög mörgum finnst samt ekki skipta neinu máli hvort blaðamaður lýgur eða segir satt - ef sá blaðamaður er femínisti.“ Bubbi Morthens tónlistarmaður tjáir sig einnig um málið undir færslu Evu. „Þetta er með ólíkindum allt þetta mál og eimmit allt í nafni réttrúnaðar.“ Gunnar Nelson sendur á þann næsta Edda Falak hefur sjálf ekki tjáð sig um málið frá yfirlýsingu Heimildarinnar, að undanskildu tísti um að hún muni senda Gunnar Nelson bardagakappa á „næsta lúser“ sem fær hana á heilann. Gunnar var gestur í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi en Edda hefur undanfarin ár stundað líkamsrækt í Mjölni, bardagafélagi Gunnars. Þá er kærasti Eddu, Kristján Helgi Hafliðason yfirþjálfari Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu. Sendi Gunna Nelson á næsta lúser sem fær mig á heilann #vikan— Edda Falak (@eddafalak) March 24, 2023 Jafnréttismál MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Opið bréf til Heimildarinnar Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. 23. mars 2023 08:01 Karlar sem afhjúpa konur Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. 23. mars 2023 18:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Nánar tiltekið sagði Edda meðal annars í viðtali á mbl.is að hún hafi unnið við „verðbréfamiðlun hjá virtum banka í Danmörku“. Svipuð var lýsing Eddu á starfi hennar í Kaupmannahöfn í viðtali hér á Vísi og á RÚV þar sem hún kvaðst hafa verið í „virtri stöðu hjá fjármálafyrirtæki“. Í yfirlýsingu Heimildarinnar er ekki nánar tilgreint hvað það var sem Edda laug til um, né farið út í það hvert hið rétta sé varðandi starfsferil hennar. #Afsakið Málið hefur vakið mikla athygli og kallað fram ólík viðbrögð meðal nafntogaðra einstaklinga á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks hefur sýnt Eddu stuðning með notkun myllumerkisins #afsakið. Þar deilir fólk sögum af minniháttar misgjörðum og lygum í gegnum tíðina. Sóley Tómasdóttir, sem skrifaði grein til varnar Eddu á Vísi, biðst til að mynda afsökunar á því að hafa titlað sig ranglega sem kynja og fjölbreytileikafræðing, en ekki uppeldisfræðing með kynja og fjölbreytileikasérhæfingu. Ef Edda á að biðjast afsökunar á þessu, er eins gott að við hin afsökum alla okkar stórglæpi líka. Ég hef blekkt ykkur öll. Ég ekki kynja- og fjölbreytileikafræðingur, heldur uppeldisfræðingur með kynja- og fjölbreytileikasérhæfingu. #afsakiðhttps://t.co/FNxFPkRNyN— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) March 24, 2023 Fjölmargir hafa lagt orð í belg undir myllumerkinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, biðst afsökunar á því að hafa ekki greint frá því á ferilskránni að hafa unnið í „hálfan dag á kristilegu barnaheimili í Svíþjóð.“ „Eins gott að biðjast afsökunar áður en ég verð afhjúpuð af feðraveldinu,“ skrifar hún. Eins gott að biðjast afsökunar áður en ég verð afhjúpuð af feðraveldinu. Hef aldrei greint frá því á ferilskránni að ég vann í hálfan dag á kristilegu barnaheimili í Svíþjóð #afsakið— Drífa Snædal (@DrifaSnaedal) March 24, 2023 Fleiri hafa komið Eddu til varnar, þar á meðal Gísli Marteinn, sjónvarpsmaður á RÚV: „Edda Falak er undanfarin ár búin að vera hugrakkasti aktívistinn gegn kynbundnu ofbeldi og ein öflugasta rannsóknarblaðakona landsins. Hún og aðrar konur sem ógna feðraveldinu fá margfalt meira hatur en við karlarnir. Heimildin og Edda búin að svara árásum og áfram gakk,“ skrifar hann á Twitter. Með ólíkindum Ekki eru allir jafn hrifnir af fyrrgreindri samfélagsmiðlaherferð. Egill Helgason fjölmiðlamaður setur spurningamerki við þau skilaboð sem felast í henni: „Ég á frekar erfitt með afstæðishyggjua sem felst í því að sannleikur skipti minna máli en hverjir segja hlutina. Ég er ekki viss um að það sé hollt fyrir samfélög og alls ekki fjölmiðla,“ skrifar hann á Facebook síðu sinni og vísar til umræðunnar um lygi Eddu. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar, svarar færslu Egils þar sem hann kveðst sammála en það hafi „alltaf skipt máli hver talar og dreifing á þeim forsendum gjarnan verið ofar hlutlægum sannleika.“ Eva Hauksdóttir lögmaður tekur í sama streng og Egill: „Auðvitað skiptir engu máli hvort Edda Falak var skyrsali eða í virtri stöðu sem verðbréfamiðlari í stórum og virtum fjárfestingarbanka. Sumum finnst samt skipta máli hvort henni fannst sjálfri þörf á að búa til sögu sem hæfði málstaðnum. En mjög mörgum finnst samt ekki skipta neinu máli hvort blaðamaður lýgur eða segir satt - ef sá blaðamaður er femínisti.“ Bubbi Morthens tónlistarmaður tjáir sig einnig um málið undir færslu Evu. „Þetta er með ólíkindum allt þetta mál og eimmit allt í nafni réttrúnaðar.“ Gunnar Nelson sendur á þann næsta Edda Falak hefur sjálf ekki tjáð sig um málið frá yfirlýsingu Heimildarinnar, að undanskildu tísti um að hún muni senda Gunnar Nelson bardagakappa á „næsta lúser“ sem fær hana á heilann. Gunnar var gestur í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi en Edda hefur undanfarin ár stundað líkamsrækt í Mjölni, bardagafélagi Gunnars. Þá er kærasti Eddu, Kristján Helgi Hafliðason yfirþjálfari Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu. Sendi Gunna Nelson á næsta lúser sem fær mig á heilann #vikan— Edda Falak (@eddafalak) March 24, 2023
Jafnréttismál MeToo Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Opið bréf til Heimildarinnar Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. 23. mars 2023 08:01 Karlar sem afhjúpa konur Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. 23. mars 2023 18:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. 24. mars 2023 09:15
Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41
Opið bréf til Heimildarinnar Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. 23. mars 2023 08:01
Karlar sem afhjúpa konur Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar. 23. mars 2023 18:31