Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. mars 2023 19:01 Anna Sigríður Pálsdóttir er yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar. egill aðalsteinsson Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem greiningin myndi tryggja honum betri þjónustu. Samkvæmt nýjum tölum frá Geðheilsusmiðstöð barna hefur börnum sem bíða eftir einhverfu eða ADHD greiningu fjölgað hratt síðustu árin. Þau voru 669 í byrjun apríl árið 2021, árið síðar voru þau 759 en núna nærri tvöfalt fleiri eða 1381. Þá hafa það sem af er ári borist 300 nýjar tilvísanir sem þykir mikið. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningum barna á aldrinum sex til átján ára. Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu en ein af skýringunum sé mögulega Covid. „Sum börn sem hefðu kannski ekki þurft þjónustu ef þau hefðu bara búið við reglu og rútínu eru komin í þörf fyrir miklu meira en fyrir Covid. Það er einn þáttur.“ Þurfa þjónustu sem fyrst Hún segir skipta máli að börnin fái þjónustu sem fyrst. „Börn þroskast mikið á stuttum tíma og það er alltaf talað um snemmtæka íhlutun og helst að byrja sem fyrst og ef að barnið er ekki að fá þjónustu sem fyrst þá er það bara að missa af vissum skrefum.“ Hún segir verið að þjálfa upp fleira fólk til að sinna greiningum en meira fjármagn þurfi svo hægt sé að vinna hraðar á biðlistunum. Hún segir nýleg lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja börnum þjónustu í skólum þó greining sé ekki komin. „Ef það er grunur um einhverfu eða einhverfulík einkenni þá á alltaf að búa til prógramm eins og um einhverfu væri að ræða.“ Foreldrar tilkynni sig til barnaverndar Þá eigi foreldrar rétt á að fá málstjóra eftir frumgreiningu samkvæmt lögunum en hann geti hjálpað þeim með að fá viðeigandi aðstoð. Hún segir marga foreldra bugaða og eiga erfitt með að bíða lengi eftir greiningu. „Ég dáist að fólki fyrir að standa í þessari baráttu en það geta allir leitað til Félagsþjónustunnar og fengið ráðgjafa þar og sumir hringja jafnvel í barnavernd og tilkynna sjálft sig af því það ræður ekki við stöðuna.“ Þá þurfi að skoða líka skólakerfið en sum börn passi hreinlega ekki inn í það eins og það er núna. „Svona aðstæður eins og til dæmis stórir bekkir. Maður sér aukinn fjölda af börnum úr því umhverfi sem er að koma inn.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem greiningin myndi tryggja honum betri þjónustu. Samkvæmt nýjum tölum frá Geðheilsusmiðstöð barna hefur börnum sem bíða eftir einhverfu eða ADHD greiningu fjölgað hratt síðustu árin. Þau voru 669 í byrjun apríl árið 2021, árið síðar voru þau 759 en núna nærri tvöfalt fleiri eða 1381. Þá hafa það sem af er ári borist 300 nýjar tilvísanir sem þykir mikið. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningum barna á aldrinum sex til átján ára. Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu en ein af skýringunum sé mögulega Covid. „Sum börn sem hefðu kannski ekki þurft þjónustu ef þau hefðu bara búið við reglu og rútínu eru komin í þörf fyrir miklu meira en fyrir Covid. Það er einn þáttur.“ Þurfa þjónustu sem fyrst Hún segir skipta máli að börnin fái þjónustu sem fyrst. „Börn þroskast mikið á stuttum tíma og það er alltaf talað um snemmtæka íhlutun og helst að byrja sem fyrst og ef að barnið er ekki að fá þjónustu sem fyrst þá er það bara að missa af vissum skrefum.“ Hún segir verið að þjálfa upp fleira fólk til að sinna greiningum en meira fjármagn þurfi svo hægt sé að vinna hraðar á biðlistunum. Hún segir nýleg lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja börnum þjónustu í skólum þó greining sé ekki komin. „Ef það er grunur um einhverfu eða einhverfulík einkenni þá á alltaf að búa til prógramm eins og um einhverfu væri að ræða.“ Foreldrar tilkynni sig til barnaverndar Þá eigi foreldrar rétt á að fá málstjóra eftir frumgreiningu samkvæmt lögunum en hann geti hjálpað þeim með að fá viðeigandi aðstoð. Hún segir marga foreldra bugaða og eiga erfitt með að bíða lengi eftir greiningu. „Ég dáist að fólki fyrir að standa í þessari baráttu en það geta allir leitað til Félagsþjónustunnar og fengið ráðgjafa þar og sumir hringja jafnvel í barnavernd og tilkynna sjálft sig af því það ræður ekki við stöðuna.“ Þá þurfi að skoða líka skólakerfið en sum börn passi hreinlega ekki inn í það eins og það er núna. „Svona aðstæður eins og til dæmis stórir bekkir. Maður sér aukinn fjölda af börnum úr því umhverfi sem er að koma inn.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira