Atvinnufrelsi og takmarkandi ákvæði ráðningarsamninga Guðmundur Hólmar Helgason skrifar 28. mars 2023 14:30 Atvinnufrelsi, þ.e. frelsi til að vinna þau störf sem áhugi, menntun og reynsla standa til, er mikilsvert frelsi sem hefur á síðari tímum talist til grundvallarmannréttinda. Frelsi einstaklinga til að nýta starfsgetu sína til öflunar efnislegra verðmæta er undirstaða lífsafkomu flestra og forsenda fjárhagslegs sjálfstæðis. Atvinnufrelsið er verndað af 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Atvinnuréttindi eru nátengd atvinnufrelsinu og hefur stundum verið lýst sem afmörkuðum þætti þess. Í stuttu máli fela atvinnuréttindi í sér heimildir manna til að stunda þau störf sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur og störf sem þeir hafa fengið stjórnvaldsleyfi eða löggildingu til að stunda, og að þeir séu ekki sviptir heimildum til að vinna þau störf sem þeir hafa tekið upp. Með nýtingu atvinnufrelsis geta menn þannig öðlast ákveðin atvinnuréttindi sem metin verða til fjárhagslegra gæða og hafa iðulega verið talin njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Takmarkanir atvinnufrelsis geta átt sér stað á mismunandi vegu en hér verður sjónum einkum beint að einkaréttarlegum takmörkunum í ráðningarsamningum. Í gegnum tíðina hafa slík ákvæði verið einu nafni nefnd samkeppnisákvæði. Hugtakið takmarkandi ákvæði (e. restrictive covenants) er að mati höfundar hins vegar betur til þess fallið að lýsa slíkum ákvæðum, enda geta þau falið í sér fjölbreyttar og misíþyngjandi kvaðir. Helstu tegundir takmarkandi ákvæða hér á landi eru annars vegar samkeppnisákvæði og hins vegar viðskiptamannaákvæði. Samkeppnisákvæði takmarka heimildir starfsmanns til að vinna, eftir að ráðningarsambandi lýkur, störf í samkeppni við vinnuveitanda. Viðskiptamannaákvæði leggja hins vegar bann við því að starfsmaður stofni til viðskipta við viðskiptavini vinnuveitanda, að ráðningartíma loknum. Hér á landi hafa takmarkandi ákvæði almennt verið talin heimil og bindandi fyrir aðila. Dómafordæmi sýna að þótt atvinnufrelsið sé varið í 75. gr. stjórnarskrárinnar er aðilum, á grundvelli samningsfrelsis, heimilt að skerða þau réttindi með einkaréttarlegum samningum. Stjórnvöldum ber eftir sem áður, á grundvelli 75. gr. stjórnarskrárinnar, að haga löggjöf þannig að atvinnufrelsi einstaklinga njóti lagaverndar fyrir þungbærum takmörkunum á einkaréttarlegum grundvelli. Með 37. gr. samningalaga nr. 7/1936 hefur löggjafinn leitast við að uppfylla þá skyldu sína. Í ákvæðinu felast tvö sjálfstæð skilyrði, í fyrsta lagi að samkeppnisverndin, sem áskilin er með takmarkandi samningsákvæði, sé innan eðlilegra marka og í annan stað að hún skerði ekki um of atvinnufrelsi þess er tókst skuldbindingin á hendur. Ákvæði 37. gr. samningalaga nær hins vegar ekki til allra tegunda takmarkandi ákvæða, meðal annars áðurnefndra viðskiptamannaákvæða, og því þarf við mat slíkra ákvæða að horfa til hinnar almennu ógildingarreglu 36. gr. samningalaga. Jafnframt er rétt að hafa í huga að bæði þessi ákvæði eru ógildingarreglur, sem fela í sér undantekningu frá meginreglunni um skuldbindingargildi samninga. Við mat á takmarkandi samningsákvæðum er þannig fyrir að fara ákveðinni togstreitu á milli annars vegar meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi samninga og samningsfrelsi og hins vegar hinu stjórnarskrárvarða atvinnufrelsi. Núverandi lagaumhverfi veitir dómstólum því víðtækt mat á gildi takmarkandi ákvæða í ráðningarsamningum, þar sem í lögum er hvergi að finna skýr og afmörkuð viðmið um gildi þeirra. Jafnvel þótt draga megi ákveðnar ályktanir af dómaframkvæmd um lögmæti takmarkandi ákvæða, meðal annars um lengd þeirra og gildissvið, er slíkt engan veginn á allra færi. Afleiðing þess er ógagnsæi sem getur leitt til bágrar stöðu starfsmanna og aukið líkur á ósanngjarnri skerðingu atvinnufrelsis þeirra. Rök með notkun takmarkandi ákvæða eru að þaugera fyrirtækjum kleift að vernda eina mikilvægustu „eign“ sína, mannauð sinn, og að slík ákvæði geti nýst sem hvatning fyrir fyrirtæki til að fjárfesta tíma og fjármunum í starfsmannaþjálfun. Jafnframt hefur því verið haldið fram að slík ákvæði geti stuðlað að aukinni nýsköpun og meiri fjárfestingu, þar sem þau girði fyrir að starfsmenn hverfi til annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Rök gegn notkun takmarkandi ákvæða eru aftur á móti að þau stríði gegn hagsmunum starfsmanna, m.a. með því að takmarka tækifæri þeirra til að nýta þekkingu sína og hæfni. Gagnrýnendur þeirra hafa bent á að á þeim sviðum atvinnulífsins þar sem notkun takmarkandi ákvæða tíðkist megi merkja ákveðin skaðleg áhrif, svo sem samdrátt í launaskriði og nýskráningu fyrirtækja. Þá hefur sömuleiðis verið talið að þau geti haft slæm áhrif á þekkingardreifingu og hreyfanleika starfsfólks, sem geti heft vöxt fyrirtækja og leitt til takmörkunar á framleiðni þeirra. Rök gegn notkun takmarkandi samningsákvæðahafa farið hátt undanfarin ár, bæði vestan- og austanmegin Atlantshafsins. Hvað þetta varðar er áhugavert að líta til nágrannaþjóða okkar Danmerkur og Noregs, í ljósi nálægðar og tengsla þeirra við íslenskt réttarkerfi. Í Noregi voru gerðar heildstæðar breytingar á norskri vinnulöggjöf (n. arbeidsmiljøloven) árið 2015. Þannig voru lögfestar nýjar reglur sem útlista bæði form- og efnisskilyrði takmarkandi samningsákvæða í ráðningarsamningum. Með lagabreytingunum var, auk mun ítarlegri reglna um samkeppnisákvæði, í fyrsta skipti í Noregi kveðið á um viðskiptamanna- og ráðningarákvæði í lögum. Árið 2016 komu til álíka breytingar í Danmörku þegar ný dönsk heildarlöggjöf um takmarkandi ákvæði (d. lov om ansættelsesklausuler) tók gildi, en fyrir innleiðingu laganna höfðu slíkar reglur verið á víð og dreif í dönskum lögum. Líkt og norsku reglurnar, kveða dönsku lögin á um skýr form- og efnisskilyrði takmarkandi ákvæða. Í athugasemdum við frumvörp laganna segir að tilgangur breytinganna sé að skapa hagstæð skilyrði fyrir samfélagslegan vöxt, hreyfanleika launafólks og miðlunar þekkingar, í þágu framleiðni á vinnumarkaði Með framangreindum breytingunum var lagarammi nágrannaþjóða okkar skýrður til muna með það að leiðarljósi að stemma stigu við íþyngjandi notkun takmarkandi ákvæða og auka gagnsæi regluverksins. Nú segir til að mynda í lögum beggja ríkja að hámarkslengd samkeppnisákvæðis sé eitt ár eftir ráðningarslit og að starfsmaður eigi rétt til greiðslu bóta, sem ákvarðast af gildistímabili ákvæðisins og launum starfsmanns við ráðningarslit. Til samanburðar er þriggja ára gildistími samkeppnisákvæðis talinn lögmætur hér á landi samkvæmt nýlegu dómafordæmi Landsréttar í máli nr. 520/2021. Fyrir breytingar í Noregi og Danmörku var lagaumhverfið þar sambærilegt því sem nú er hér á landi. Eru íslensku samningalögin enda að norrænni fyrirmynd og er 37. gr. þar engin undantekning, en ákvæðið hefur staðið nánast óbreytt í samningalögum frá setningu þeirra árið 1936. Fullt tilefni er til að fara að fordæmi nágrannaþjóða okkar og huga að endurskoðun núgildandi laga, með það að markmiði að draga úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um notkun íþyngjandi takmarkandi ákvæða í ráðningarsamningum, þar sem dómstólum hefur verið eftirlátið víðtækt mat á grundvelli breytilegra mælikvarða. Með skýrari lagaramma gæti löggjafinn dregið úr því mótunarvaldi sem dómstólar hafa á þessu sviði og stuðlað að auknum fyrirsjáanleika. Höfundur er lögfræðingur á LEX lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Atvinnufrelsi, þ.e. frelsi til að vinna þau störf sem áhugi, menntun og reynsla standa til, er mikilsvert frelsi sem hefur á síðari tímum talist til grundvallarmannréttinda. Frelsi einstaklinga til að nýta starfsgetu sína til öflunar efnislegra verðmæta er undirstaða lífsafkomu flestra og forsenda fjárhagslegs sjálfstæðis. Atvinnufrelsið er verndað af 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Atvinnuréttindi eru nátengd atvinnufrelsinu og hefur stundum verið lýst sem afmörkuðum þætti þess. Í stuttu máli fela atvinnuréttindi í sér heimildir manna til að stunda þau störf sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur og störf sem þeir hafa fengið stjórnvaldsleyfi eða löggildingu til að stunda, og að þeir séu ekki sviptir heimildum til að vinna þau störf sem þeir hafa tekið upp. Með nýtingu atvinnufrelsis geta menn þannig öðlast ákveðin atvinnuréttindi sem metin verða til fjárhagslegra gæða og hafa iðulega verið talin njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Takmarkanir atvinnufrelsis geta átt sér stað á mismunandi vegu en hér verður sjónum einkum beint að einkaréttarlegum takmörkunum í ráðningarsamningum. Í gegnum tíðina hafa slík ákvæði verið einu nafni nefnd samkeppnisákvæði. Hugtakið takmarkandi ákvæði (e. restrictive covenants) er að mati höfundar hins vegar betur til þess fallið að lýsa slíkum ákvæðum, enda geta þau falið í sér fjölbreyttar og misíþyngjandi kvaðir. Helstu tegundir takmarkandi ákvæða hér á landi eru annars vegar samkeppnisákvæði og hins vegar viðskiptamannaákvæði. Samkeppnisákvæði takmarka heimildir starfsmanns til að vinna, eftir að ráðningarsambandi lýkur, störf í samkeppni við vinnuveitanda. Viðskiptamannaákvæði leggja hins vegar bann við því að starfsmaður stofni til viðskipta við viðskiptavini vinnuveitanda, að ráðningartíma loknum. Hér á landi hafa takmarkandi ákvæði almennt verið talin heimil og bindandi fyrir aðila. Dómafordæmi sýna að þótt atvinnufrelsið sé varið í 75. gr. stjórnarskrárinnar er aðilum, á grundvelli samningsfrelsis, heimilt að skerða þau réttindi með einkaréttarlegum samningum. Stjórnvöldum ber eftir sem áður, á grundvelli 75. gr. stjórnarskrárinnar, að haga löggjöf þannig að atvinnufrelsi einstaklinga njóti lagaverndar fyrir þungbærum takmörkunum á einkaréttarlegum grundvelli. Með 37. gr. samningalaga nr. 7/1936 hefur löggjafinn leitast við að uppfylla þá skyldu sína. Í ákvæðinu felast tvö sjálfstæð skilyrði, í fyrsta lagi að samkeppnisverndin, sem áskilin er með takmarkandi samningsákvæði, sé innan eðlilegra marka og í annan stað að hún skerði ekki um of atvinnufrelsi þess er tókst skuldbindingin á hendur. Ákvæði 37. gr. samningalaga nær hins vegar ekki til allra tegunda takmarkandi ákvæða, meðal annars áðurnefndra viðskiptamannaákvæða, og því þarf við mat slíkra ákvæða að horfa til hinnar almennu ógildingarreglu 36. gr. samningalaga. Jafnframt er rétt að hafa í huga að bæði þessi ákvæði eru ógildingarreglur, sem fela í sér undantekningu frá meginreglunni um skuldbindingargildi samninga. Við mat á takmarkandi samningsákvæðum er þannig fyrir að fara ákveðinni togstreitu á milli annars vegar meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi samninga og samningsfrelsi og hins vegar hinu stjórnarskrárvarða atvinnufrelsi. Núverandi lagaumhverfi veitir dómstólum því víðtækt mat á gildi takmarkandi ákvæða í ráðningarsamningum, þar sem í lögum er hvergi að finna skýr og afmörkuð viðmið um gildi þeirra. Jafnvel þótt draga megi ákveðnar ályktanir af dómaframkvæmd um lögmæti takmarkandi ákvæða, meðal annars um lengd þeirra og gildissvið, er slíkt engan veginn á allra færi. Afleiðing þess er ógagnsæi sem getur leitt til bágrar stöðu starfsmanna og aukið líkur á ósanngjarnri skerðingu atvinnufrelsis þeirra. Rök með notkun takmarkandi ákvæða eru að þaugera fyrirtækjum kleift að vernda eina mikilvægustu „eign“ sína, mannauð sinn, og að slík ákvæði geti nýst sem hvatning fyrir fyrirtæki til að fjárfesta tíma og fjármunum í starfsmannaþjálfun. Jafnframt hefur því verið haldið fram að slík ákvæði geti stuðlað að aukinni nýsköpun og meiri fjárfestingu, þar sem þau girði fyrir að starfsmenn hverfi til annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Rök gegn notkun takmarkandi ákvæða eru aftur á móti að þau stríði gegn hagsmunum starfsmanna, m.a. með því að takmarka tækifæri þeirra til að nýta þekkingu sína og hæfni. Gagnrýnendur þeirra hafa bent á að á þeim sviðum atvinnulífsins þar sem notkun takmarkandi ákvæða tíðkist megi merkja ákveðin skaðleg áhrif, svo sem samdrátt í launaskriði og nýskráningu fyrirtækja. Þá hefur sömuleiðis verið talið að þau geti haft slæm áhrif á þekkingardreifingu og hreyfanleika starfsfólks, sem geti heft vöxt fyrirtækja og leitt til takmörkunar á framleiðni þeirra. Rök gegn notkun takmarkandi samningsákvæðahafa farið hátt undanfarin ár, bæði vestan- og austanmegin Atlantshafsins. Hvað þetta varðar er áhugavert að líta til nágrannaþjóða okkar Danmerkur og Noregs, í ljósi nálægðar og tengsla þeirra við íslenskt réttarkerfi. Í Noregi voru gerðar heildstæðar breytingar á norskri vinnulöggjöf (n. arbeidsmiljøloven) árið 2015. Þannig voru lögfestar nýjar reglur sem útlista bæði form- og efnisskilyrði takmarkandi samningsákvæða í ráðningarsamningum. Með lagabreytingunum var, auk mun ítarlegri reglna um samkeppnisákvæði, í fyrsta skipti í Noregi kveðið á um viðskiptamanna- og ráðningarákvæði í lögum. Árið 2016 komu til álíka breytingar í Danmörku þegar ný dönsk heildarlöggjöf um takmarkandi ákvæði (d. lov om ansættelsesklausuler) tók gildi, en fyrir innleiðingu laganna höfðu slíkar reglur verið á víð og dreif í dönskum lögum. Líkt og norsku reglurnar, kveða dönsku lögin á um skýr form- og efnisskilyrði takmarkandi ákvæða. Í athugasemdum við frumvörp laganna segir að tilgangur breytinganna sé að skapa hagstæð skilyrði fyrir samfélagslegan vöxt, hreyfanleika launafólks og miðlunar þekkingar, í þágu framleiðni á vinnumarkaði Með framangreindum breytingunum var lagarammi nágrannaþjóða okkar skýrður til muna með það að leiðarljósi að stemma stigu við íþyngjandi notkun takmarkandi ákvæða og auka gagnsæi regluverksins. Nú segir til að mynda í lögum beggja ríkja að hámarkslengd samkeppnisákvæðis sé eitt ár eftir ráðningarslit og að starfsmaður eigi rétt til greiðslu bóta, sem ákvarðast af gildistímabili ákvæðisins og launum starfsmanns við ráðningarslit. Til samanburðar er þriggja ára gildistími samkeppnisákvæðis talinn lögmætur hér á landi samkvæmt nýlegu dómafordæmi Landsréttar í máli nr. 520/2021. Fyrir breytingar í Noregi og Danmörku var lagaumhverfið þar sambærilegt því sem nú er hér á landi. Eru íslensku samningalögin enda að norrænni fyrirmynd og er 37. gr. þar engin undantekning, en ákvæðið hefur staðið nánast óbreytt í samningalögum frá setningu þeirra árið 1936. Fullt tilefni er til að fara að fordæmi nágrannaþjóða okkar og huga að endurskoðun núgildandi laga, með það að markmiði að draga úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um notkun íþyngjandi takmarkandi ákvæða í ráðningarsamningum, þar sem dómstólum hefur verið eftirlátið víðtækt mat á grundvelli breytilegra mælikvarða. Með skýrari lagaramma gæti löggjafinn dregið úr því mótunarvaldi sem dómstólar hafa á þessu sviði og stuðlað að auknum fyrirsjáanleika. Höfundur er lögfræðingur á LEX lögmannsstofu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun