Sunnlendingar fundu fyrir óútskýrðri höggbylgju Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 16:08 Margir á Selfossi segjast hafa fundið fyrir höggi og heyrt hvell. Höggið fannst einnig víðar. Vísir/Arnar Íbúar Suðurlands fundu margir hverjir fyrir og heyrðu í höggbylgju eða bylgjum á sjöunda tímanum í gær. Heitar umræður hafa skapast um atvikið en flest spjót beinast að loftsteini sem hafi sprungið yfir svæðinu. Engar tilkynningar um slíkt hafa þó borist. Frá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að ekkert í gögnum stofnunarinnar benti til þess hvað hefði valdið þessum dunum. Engir skjálftar hefðu mælst og engar tilkynningar hefðu borist um loftsteina. Ef um væri að ræða sprengingar vegna framkvæmda eða einhvers slíks, þá hefðu mælar veðurstofunnar átt að greina þær höggbylgjur. Á vef DFS, fréttavef Suðurlands, er haft eftir lögregluþjónum að engar tilkynningar hafi borist til þeirra vegna hvellsins. Ef um loftstein er að ræða, svokallaðan vígahnött, væri það ekki í fyrsta sinn. Slíkur hnöttur sprakk yfir Suðurlandi árið 2021 og einnig yfir Faxaflóa sama ár. Þann 2. júlí 2021 sprakk vígahnöttur yfir Suðurlandi og var hann líklega um sjö metrar í þvermál. Sprenging vígahnattarins mældist þó bersýnilega á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. Miðað við hve margir tóku eftir höggbylgjunni í gær er óhætt að segja að undarlegt sé að hún hafi ekki greinst, hafi hún verið vegna sprengingar vígahnattar. Árborg Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Engar tilkynningar um slíkt hafa þó borist. Frá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að ekkert í gögnum stofnunarinnar benti til þess hvað hefði valdið þessum dunum. Engir skjálftar hefðu mælst og engar tilkynningar hefðu borist um loftsteina. Ef um væri að ræða sprengingar vegna framkvæmda eða einhvers slíks, þá hefðu mælar veðurstofunnar átt að greina þær höggbylgjur. Á vef DFS, fréttavef Suðurlands, er haft eftir lögregluþjónum að engar tilkynningar hafi borist til þeirra vegna hvellsins. Ef um loftstein er að ræða, svokallaðan vígahnött, væri það ekki í fyrsta sinn. Slíkur hnöttur sprakk yfir Suðurlandi árið 2021 og einnig yfir Faxaflóa sama ár. Þann 2. júlí 2021 sprakk vígahnöttur yfir Suðurlandi og var hann líklega um sjö metrar í þvermál. Sprenging vígahnattarins mældist þó bersýnilega á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar. Miðað við hve margir tóku eftir höggbylgjunni í gær er óhætt að segja að undarlegt sé að hún hafi ekki greinst, hafi hún verið vegna sprengingar vígahnattar.
Árborg Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira