Anníe Mist segir að hollur og góður matur þurfi ekki að vera leiðinlegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með fjölskyldu sinni, Frederik Aegidius og Freyju Mist dóttur sinni. @anniethorisdottir) Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir leggur áherslu á það að fólk eigi í heilbrigðu sambandi við mat og hún gefur aðdáendum sínum sýn inn í hvernig hún hugsar hlutina. Umræða um mat er áberandi enda lífsnauðsynlegur þátt hjá okkur öllum og auðvitað er þörfin mismikil hjá fólki. Íþróttafólk er náttúrulega sér á báti en það er örugglega margir sem þykir það áhugavert að vita hvernig ein fremsta CrossFit kona sögunnar horfir á þessi mál. Anníe Mist segir frá sínu hugmyndum með mat í pistli á samfélagsmiðlum. Það þarf ekkert að vefjast fyrir neinum að rétt næring eru auðvitað gríðarlega mikilvægur þáttur á ferðalagi hennar sem íþróttakona í allra fremstu röð. „Heilbrigt samband við mat. Hvað þýðir það? Þetta er samband og samband sem við eigum öll svo við skulum hafa það ánægjulegt,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í nýjast pistli sínum. „Fyrir mig þá þýðir það að átta sig á því hvað ég er að borða, vita hvað líkaminn þarf á að halda og passa upp á að ég sé að fá þá næringu sem ég þarf á að halda,“ skrifar Anníe Mist. „Það þýðir líka að njóta matarins. Hann er svo stór hluti af okkar lífi og það að borða góðan mat þarf ekki að vera það sama og að borða leiðinlegan mat. Það þýðir alls ekki heldur að þú þurfti að borða lítið,“ skrifar Anníe. „Ég hef aldrei verið í slæmu sambandi þegar kemur að mat. Ég verð samt að viðurkenna það að ég hef stundum ekki skilið hvað þarf til að fylla á tankinn. Ég var vön að borða of lítið og áttaði mig ekki á því enda vildi ég alls ekki borða of mikið,“ skrifar Anníe. „Ég tel að það sé mikilvægt að finna rétta jafnvægið, hvað passar þér og að passa upp á að þetta verði ekki of flókið því tíminn er fljótur að líða. Í mínum huga snýst þetta um að ná sér í þekkingu og taka meðvitaða ákvörðun um hvað sé best fyrir þig,“ skrifar Anníe. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Umræða um mat er áberandi enda lífsnauðsynlegur þátt hjá okkur öllum og auðvitað er þörfin mismikil hjá fólki. Íþróttafólk er náttúrulega sér á báti en það er örugglega margir sem þykir það áhugavert að vita hvernig ein fremsta CrossFit kona sögunnar horfir á þessi mál. Anníe Mist segir frá sínu hugmyndum með mat í pistli á samfélagsmiðlum. Það þarf ekkert að vefjast fyrir neinum að rétt næring eru auðvitað gríðarlega mikilvægur þáttur á ferðalagi hennar sem íþróttakona í allra fremstu röð. „Heilbrigt samband við mat. Hvað þýðir það? Þetta er samband og samband sem við eigum öll svo við skulum hafa það ánægjulegt,“ skrifar Anníe Mist Þórisdóttir í nýjast pistli sínum. „Fyrir mig þá þýðir það að átta sig á því hvað ég er að borða, vita hvað líkaminn þarf á að halda og passa upp á að ég sé að fá þá næringu sem ég þarf á að halda,“ skrifar Anníe Mist. „Það þýðir líka að njóta matarins. Hann er svo stór hluti af okkar lífi og það að borða góðan mat þarf ekki að vera það sama og að borða leiðinlegan mat. Það þýðir alls ekki heldur að þú þurfti að borða lítið,“ skrifar Anníe. „Ég hef aldrei verið í slæmu sambandi þegar kemur að mat. Ég verð samt að viðurkenna það að ég hef stundum ekki skilið hvað þarf til að fylla á tankinn. Ég var vön að borða of lítið og áttaði mig ekki á því enda vildi ég alls ekki borða of mikið,“ skrifar Anníe. „Ég tel að það sé mikilvægt að finna rétta jafnvægið, hvað passar þér og að passa upp á að þetta verði ekki of flókið því tíminn er fljótur að líða. Í mínum huga snýst þetta um að ná sér í þekkingu og taka meðvitaða ákvörðun um hvað sé best fyrir þig,“ skrifar Anníe. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira