Newcastle stökk upp fyrir United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Callum Wilson skoraði seinna mark Newcastle í dag.
Callum Wilson skoraði seinna mark Newcastle í dag. Stu Forster/Getty Images

Newcastle vann afar mikilvægan 2-0 sigur í Meistaradeildarbaráttunni er liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Heimamenn í Newcastle voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og liðið skapaði sér nóg af færum til að koma sér yfir. Inn vildi boltinn þó ekki og staðan var því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Joe Willock náði þó loksins að brjóta ísinn fyrir heimamenn með marki á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Allan Saint-Maximin.

Það var svo Callum Wilson sem gerði út um leikinn með góðu skallamarki á 88. mínútu eftir hornspyrnu frá Kieran Trippier. Lokatölur urðu því 2-0 og með seigrinum stekkur Newcastle upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er nú með 50 stig eftir 27 leiki, líkt og Manchester United, en með betri markatölu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira