Leikmannasamtökin PFA (e. Professional Footballers Association) ætla sér nú að fá teymi til að rannsaka notkun og áhrif nikótínpúðanna á leikmenn.
Snus, eða nikótínpúðar, er fyrirbæri sem þekkist vel hér á Íslandi og á Norðurlöndunum, en það eru litlir púðar sem settir eru undir vör og þaðan fer nikótín út í blóðrás notandans. Ólöglegt er að selja snus í Bretlandi, en notkun púðanna er þó ekki ólögleg.
Myndir af nokkrum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar með nikótínpúða hafa náðst og minnir það kannski að einhverju leyti á grein sem birtist hér á Vísi árið 2015 þar sem leikmenn íslenska landsliðsins náðust á mynd með tókbaksdós á leið í landsliðsverkefni.