Verstappen á ráspól en sigurvegari síðustu keppni ræsir aftastur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 11:46 Max Verstappen verður á ráspól í Ástralíu. Peter Fox/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur. Verstappen kom, sá og sigraði í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í morgun og hans besti hringur var rúmlega 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur George Russell sem verður annar í rásröðinni á morgun. Liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og endaði utan brautar. Hann kom sér ekki af stað aftur og verður því aftastur í rásröðinni á morgun. Perez fagnaði sínum fimmta sigri á ferlinum í Formúlu 1 í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Sádí Arabíu, en nú er ansi ólíklegt að hann nái að fylgja þeim sigri eftir. This one is a tough to swallow. But we will work together as a team to solve the issues in the car and to minimize the damage in tomorrow’s race. We're going to try our best as always. #nevergiveup #australiangp pic.twitter.com/rInhIu93Gw— Sergio Pérez (@SChecoPerez) April 1, 2023 Þá verður áhugavert að fylgjast með slagnum milli gömlu erkifjendanna Lewis Hamilton á Mercedes og Fernando Alonso á Aston Martin, en þeir félagar ræsa hlið við hlið á morgun. Hamilton ræsir þriðji og Alonso fjórði. Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc virðast einnig vera að stimpla sig snemma út úr toppbaráttunni því Sainz ræsir fimmti og Leclerc sjöundi. Lance Stroll, liðsfélagi Alonso hjá Aston Martin, skilur Ferrari-mennina að í sjötta sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen kom, sá og sigraði í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í morgun og hans besti hringur var rúmlega 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur George Russell sem verður annar í rásröðinni á morgun. Liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og endaði utan brautar. Hann kom sér ekki af stað aftur og verður því aftastur í rásröðinni á morgun. Perez fagnaði sínum fimmta sigri á ferlinum í Formúlu 1 í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Sádí Arabíu, en nú er ansi ólíklegt að hann nái að fylgja þeim sigri eftir. This one is a tough to swallow. But we will work together as a team to solve the issues in the car and to minimize the damage in tomorrow’s race. We're going to try our best as always. #nevergiveup #australiangp pic.twitter.com/rInhIu93Gw— Sergio Pérez (@SChecoPerez) April 1, 2023 Þá verður áhugavert að fylgjast með slagnum milli gömlu erkifjendanna Lewis Hamilton á Mercedes og Fernando Alonso á Aston Martin, en þeir félagar ræsa hlið við hlið á morgun. Hamilton ræsir þriðji og Alonso fjórði. Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc virðast einnig vera að stimpla sig snemma út úr toppbaráttunni því Sainz ræsir fimmti og Leclerc sjöundi. Lance Stroll, liðsfélagi Alonso hjá Aston Martin, skilur Ferrari-mennina að í sjötta sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira