Edda hætt á Heimildinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 08:37 Edda Falak greindi ritstjórn Heimildarinnar nýlega frá því að hún hafi ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku í viðtölum fyrir tveimur árum. Vísir/Vilhelm Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfestir við Vísi að Edda hafi látið af störfum í síðustu viku. Stjórnendur miðilsins ætli ekki að tjá sig frekar um brotthvarf hennar. DV taldi sig hafa heimildir fyrir því að Edda væri hætt fjölmiðlinum í gær. Heimildin greindi frá því í tilkynningu föstudaginn 24. mars að Edda hefði upplýst ritstjórnina um að hún hefði ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt í viðtölum fyrir tveimur árum. Þá sagði miðillinn að starfsferill hennar hefði ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Edda vakti fyrst athygli fyrir hlaðvarpið Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Hún átti að hefja nýjan þátt hjá Heimildinni í síðasta mánuði. Yfirlýsing Heimildarinnar um starfsferil Eddu kom í kjölfar þess að Frosti Logason, fjölmiðlamaður, sakaði hana um að hafa logið um starfsferil sinn í Danmörku. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu. Þar lýsti hún meðal annars að hann hefði tekið nektarmyndir af henni og hótað að birta þær. Fyrst eftir viðtalið sagðist Frosti axla ábyrgð en nýlega tók hann fram að hann hefði aldrei gengist við öllum ásökunum konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu til að greiða móður konu sem hún ræddi við í þættinum Eigin konum 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs móðurinnar í síðustu viku. Edda spilaði hljóðupptökur sem viðmælandinn tók upp af samtölum við móður sína í þættinum. Konan sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði grein á Vísi í morgun þar sem hún sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. Kallaði hún Eddu jafnframt „ofbeldisblaðamann“. Sakaði hún fyrrverandi kærustu Froseta um að „koma fram hefndum“ gegn honum í þætti Eddu vegna „tíu ára gamalla misgjörða“ hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar MeToo Vistaskipti Tengdar fréttir Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar, staðfestir við Vísi að Edda hafi látið af störfum í síðustu viku. Stjórnendur miðilsins ætli ekki að tjá sig frekar um brotthvarf hennar. DV taldi sig hafa heimildir fyrir því að Edda væri hætt fjölmiðlinum í gær. Heimildin greindi frá því í tilkynningu föstudaginn 24. mars að Edda hefði upplýst ritstjórnina um að hún hefði ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt í viðtölum fyrir tveimur árum. Þá sagði miðillinn að starfsferill hennar hefði ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Edda vakti fyrst athygli fyrir hlaðvarpið Eigin konur þar sem hún ræddi við konur sem lýsti upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Hún átti að hefja nýjan þátt hjá Heimildinni í síðasta mánuði. Yfirlýsing Heimildarinnar um starfsferil Eddu kom í kjölfar þess að Frosti Logason, fjölmiðlamaður, sakaði hana um að hafa logið um starfsferil sinn í Danmörku. Fyrrverandi kærasta Frosta hafði komið fram í þætti Eddu. Þar lýsti hún meðal annars að hann hefði tekið nektarmyndir af henni og hótað að birta þær. Fyrst eftir viðtalið sagðist Frosti axla ábyrgð en nýlega tók hann fram að hann hefði aldrei gengist við öllum ásökunum konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Eddu til að greiða móður konu sem hún ræddi við í þættinum Eigin konum 400.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs móðurinnar í síðustu viku. Edda spilaði hljóðupptökur sem viðmælandinn tók upp af samtölum við móður sína í þættinum. Konan sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Eva Hauksdóttir, lögmaður Frosta, skrifaði grein á Vísi í morgun þar sem hún sakaði Eddu um ritstuld í meistararitgerð sinni. Kallaði hún Eddu jafnframt „ofbeldisblaðamann“. Sakaði hún fyrrverandi kærustu Froseta um að „koma fram hefndum“ gegn honum í þætti Eddu vegna „tíu ára gamalla misgjörða“ hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar MeToo Vistaskipti Tengdar fréttir Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03 Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25. mars 2023 13:03
Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41