Frábær veiði á ION svæðinu í Þingvallavatni. Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2023 12:57 Jóhann Hafnfjörð með glæsilegan urriða af ION svæðinu. Veiðisvæðið sem er í daglegu tali kallað ION svæðið er líklega eitt allra besta urriða veiðisvæði í heiminum. Veiði hófst þar 1. apríl eins og víða annars staðar og það er óhætt að segja að um mokveiði hafi verið að ræða. Alls veiddust eitthvað yfir 80 fiskar fyrsta daginn. Ástæðan fyrir því að nákvæmari tala liggur ekki fyrir er að einn af þeim sem var við veiðar sagði að menn hefðu bara hætt að telja enda staðan þanmnig að fiskum var landað jafnt og þétt allann daginn. Þetta er ekki eitt af þeim veiðisvæðum þar sem lausar stangir eru auglýstar reglulega, því er fjarri. Þarna þarf að bóka eitt til þrjú ár fram í tímann til að eiga möguleika á að komast að. Erlendir veiðimenn eru mjög fjölmennir á þessu svæði og þeir sem hafa veitt víða í heiminum fullyrða að hvergi sé hægt að komast í jafn mikla veiði á jafn stórum fiskum á jafn stuttum tíma eins og á góðum degi á ION. Bjarki Már Jóhannsson með vænan urriða af ION svæðinuMynd: Bjarki Már Jóhannsson FB Stangveiði Mest lesið Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði
Veiði hófst þar 1. apríl eins og víða annars staðar og það er óhætt að segja að um mokveiði hafi verið að ræða. Alls veiddust eitthvað yfir 80 fiskar fyrsta daginn. Ástæðan fyrir því að nákvæmari tala liggur ekki fyrir er að einn af þeim sem var við veiðar sagði að menn hefðu bara hætt að telja enda staðan þanmnig að fiskum var landað jafnt og þétt allann daginn. Þetta er ekki eitt af þeim veiðisvæðum þar sem lausar stangir eru auglýstar reglulega, því er fjarri. Þarna þarf að bóka eitt til þrjú ár fram í tímann til að eiga möguleika á að komast að. Erlendir veiðimenn eru mjög fjölmennir á þessu svæði og þeir sem hafa veitt víða í heiminum fullyrða að hvergi sé hægt að komast í jafn mikla veiði á jafn stórum fiskum á jafn stuttum tíma eins og á góðum degi á ION. Bjarki Már Jóhannsson með vænan urriða af ION svæðinuMynd: Bjarki Már Jóhannsson FB
Stangveiði Mest lesið Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði