Frábær veiði við opnun á Litluá Karl Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2023 07:31 Vænn urriði á færinu við opnun Litluár Mynd: LItlaá FB Litlaá í Kelduhverfi fer stundum undir radar hjá veiðimönnum en þetta er engu að síður sú veiðiá sem á oft glæsilegustu opnanirnar á vorin. Það var víst ekkert annað uppá teningnum þetta árið en við afskaplega góðar aðstæður var veiðin í ánni fantagóð á fyrsta degi enda áin þeim kosti gædd að hún verður ekki þakin ís og klaka. Í hana rennur hlýrra vatn og aðstæður fyrir fiskinn þess vegna ákjósanlegar. Samkvæmt okkar heimildum þá veiddust 78 fiskar á fyrsta degi. Langmest var það staðbundinn urriði en síðan komu líka nokkrir sjóbirtingar og bleikjur á land. Flestir fiskarnir sem veiddust voru um 60 sm að lengd en annars voru stærðirnar frá 45 sm upp í 81 sm. Stangveiði Mest lesið Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði
Það var víst ekkert annað uppá teningnum þetta árið en við afskaplega góðar aðstæður var veiðin í ánni fantagóð á fyrsta degi enda áin þeim kosti gædd að hún verður ekki þakin ís og klaka. Í hana rennur hlýrra vatn og aðstæður fyrir fiskinn þess vegna ákjósanlegar. Samkvæmt okkar heimildum þá veiddust 78 fiskar á fyrsta degi. Langmest var það staðbundinn urriði en síðan komu líka nokkrir sjóbirtingar og bleikjur á land. Flestir fiskarnir sem veiddust voru um 60 sm að lengd en annars voru stærðirnar frá 45 sm upp í 81 sm.
Stangveiði Mest lesið Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Nýjar veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði