Tvö lið í basli gerðu markalaust jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 20:55 Kai Havertz hélt að hann hefði komið Chelsea í forystu, en markið var dæmt af. Ryan Pierse/Getty Images Chelsea og Liverpool hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðanna fyrir tímabilið og bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér í gang er Chelsea tók á móti Liverpool á Stamford Bridge í kvöld. Hvorugu liðinu tókst þó að koma boltanum í netið og niðurstaðan varð því markalaust jafntefli. Þrátt fyrir það var leikurinn hin mesta skemmtun og það voru aðallega heimamenn í Chelsea sem sköpuðu sér færi. Eins og svo oft áður á þessu tímabili átti liðið þó í stökustu vandræðum með að koma boltanum yfir marklínuna. Kai Havertz kom þó boltanum í netið á 50. mínútu með smá heppni þegar hann skaut í Alisson í markinu, fékk boltann í sig og þaðan fór hann inn. Hann var þó einnig óheppinn því boltinn fór af höndinni á honum og í netið og því var markið dæmt af. Lokatölur urðu því 0-0 og liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín. Liverpool er nú með 43 stig eftir 28 leiki í áttunda sæti deildarinnar, en Chelsea situr í ellefta sæti með 39 stig. Enski boltinn
Chelsea og Liverpool hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðanna fyrir tímabilið og bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér í gang er Chelsea tók á móti Liverpool á Stamford Bridge í kvöld. Hvorugu liðinu tókst þó að koma boltanum í netið og niðurstaðan varð því markalaust jafntefli. Þrátt fyrir það var leikurinn hin mesta skemmtun og það voru aðallega heimamenn í Chelsea sem sköpuðu sér færi. Eins og svo oft áður á þessu tímabili átti liðið þó í stökustu vandræðum með að koma boltanum yfir marklínuna. Kai Havertz kom þó boltanum í netið á 50. mínútu með smá heppni þegar hann skaut í Alisson í markinu, fékk boltann í sig og þaðan fór hann inn. Hann var þó einnig óheppinn því boltinn fór af höndinni á honum og í netið og því var markið dæmt af. Lokatölur urðu því 0-0 og liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín. Liverpool er nú með 43 stig eftir 28 leiki í áttunda sæti deildarinnar, en Chelsea situr í ellefta sæti með 39 stig.