Körfubolti

Milwaukee Bucks tryggðu sér efsta sæti Austurdeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Milwaukee Bucks tryggði sér efsta sæti Austurdeildarinnar í nótt.
Milwaukee Bucks tryggði sér efsta sæti Austurdeildarinnar í nótt. Stacy Revere/Getty Images

Milwaukee Bucks vann góðan 13 stiga sigur er liðið tók á móti Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 105-92. Með sigrinum tryggði liðið sér efsta sæti Austurdeildarinnar.

Milwaukee-menn voru án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Það virtist þó ekki hafa of mikil áhrif á liðið sem leiddi með sjö stigum að loknum fyrsta leikhluta, en gestirnir frá Chicago bitu þó frá sér og náðu tveggja stiga forskoti áður en hálfleiknum lauk og staðan var 49-51 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Heimamenn náðu þó tökum á leiknum á ný í seinni hálfleik og unnu að lokum góðan 13 stiga sigur, 105-92. Bobby Portis og Brook Lopez fóru fyrir liði heimamanna í nótt. Portis skoraði 27 stig og tók 13 fráköst og Lopez bætti 26 stigum við.

Í liði gestanna var Nikola Vucevic atkvæðamestur með 21 stig og 11 fráköst.

Úrslit næturinnar

Brooklyn Nets 123-108 Detroit Pistons

New York Knicks 138-129 Indiana Pacers

Washington Wizards 116-134 Atlanta Hawks

Toronto Raptors 93-97 Boston Celtics

Chicago Bulls 92-105 Milwaukee Bucks

Memphis Grizzlies 131-138 New Orleans Pelicans

Sacramento Kings 119-123 Dallas Mavericks

Los Angeles Lakers 118-125 Los Angeles Clippers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×