Tiger Woods varar fólk við að vanmeta sig á Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2023 14:15 Tiger Woods útilokar ekki að berjast á toppnum á Masters mótinu sem hefst í dag. Patrick Smith/Getty Images Tiger Woods, fimmfaldur meistari á Masters-mótinu í golfi, segir að fólk megi ekki afskrifa sig sem mögulegan sigurvegara í ár þrátt fyrir að hann geti ekki hreyft sig jafn vel og áður. Aðeins hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus hefur fagnað sigri oftar en Woods á Masters-mótinu, en Nicklaus vann mótið sex sinnum. Woods vann mótið í fyrsta sinn árið 1997 og hans seinasti sigur á mótinu kom svo 22 árum seinna, árið 2019. Þá var Woods að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki. Tiger Woods er af mörgum talinn einn allra besti kylfingur sögunnar, en hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár. Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021 og einhverjir óttuðust að hann gæti aldrei leikið golf á ný. Hann snéri þó til baka á Masters-mótið í fyrra og hafnaði í 47. sæti. „Hver veit hvort að ég sé ógn eða ekki í ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. „Fólk hafði líklega ekki trú á því að ég væri ógn 2019 en það gekk ágætlega. Áður en ég gekkst undir aðgerðina var ég ekki viss um að ég gæti haldið áfram að spila.“ „En ég gat haldið áfram og svo vildi svo skemmtilega til að ég vann risamót í leiðinni, en eftir slysið hefur þetta verið erfitt,“ bætti Woods við. Tiger Woods has arrived at Augusta. pic.twitter.com/Vg2AezddqY— PGA TOUR (@PGATOUR) April 2, 2023 Masters-mótið er nú þegar hafið, en tekið var forskot á sæluna með Par 3 keppninni í gær þar sem Tom Hoge stóð uppi sem sigurvegari. Hoge segist þó ekki hafa áhyggjur af bölvuninni sem virðist hvíla á þeirri keppni, en engum kylfingi hefur tekist að vinna Masters-mótið eftir að hafa sigrað Par 3 keppnina. Fyrstu menn eru svo lagðir af stað á fyrsta hring mótsins. Tiger Woods verður í ráshóp með Victor Hovland og Xander Schauffele og leggja þeir af stap klukkan tæplega tuttugu mínútur yfir tvö. Stöö 2 Sport 4 sýnir svo frá mótinu í beinni útsendingu alla helgina og verður farið í loftið frá fyrsta degi á slaginu klukkan 19:00 í kvöld. Masters-mótið Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
Aðeins hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus hefur fagnað sigri oftar en Woods á Masters-mótinu, en Nicklaus vann mótið sex sinnum. Woods vann mótið í fyrsta sinn árið 1997 og hans seinasti sigur á mótinu kom svo 22 árum seinna, árið 2019. Þá var Woods að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki. Tiger Woods er af mörgum talinn einn allra besti kylfingur sögunnar, en hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár. Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021 og einhverjir óttuðust að hann gæti aldrei leikið golf á ný. Hann snéri þó til baka á Masters-mótið í fyrra og hafnaði í 47. sæti. „Hver veit hvort að ég sé ógn eða ekki í ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. „Fólk hafði líklega ekki trú á því að ég væri ógn 2019 en það gekk ágætlega. Áður en ég gekkst undir aðgerðina var ég ekki viss um að ég gæti haldið áfram að spila.“ „En ég gat haldið áfram og svo vildi svo skemmtilega til að ég vann risamót í leiðinni, en eftir slysið hefur þetta verið erfitt,“ bætti Woods við. Tiger Woods has arrived at Augusta. pic.twitter.com/Vg2AezddqY— PGA TOUR (@PGATOUR) April 2, 2023 Masters-mótið er nú þegar hafið, en tekið var forskot á sæluna með Par 3 keppninni í gær þar sem Tom Hoge stóð uppi sem sigurvegari. Hoge segist þó ekki hafa áhyggjur af bölvuninni sem virðist hvíla á þeirri keppni, en engum kylfingi hefur tekist að vinna Masters-mótið eftir að hafa sigrað Par 3 keppnina. Fyrstu menn eru svo lagðir af stað á fyrsta hring mótsins. Tiger Woods verður í ráshóp með Victor Hovland og Xander Schauffele og leggja þeir af stap klukkan tæplega tuttugu mínútur yfir tvö. Stöö 2 Sport 4 sýnir svo frá mótinu í beinni útsendingu alla helgina og verður farið í loftið frá fyrsta degi á slaginu klukkan 19:00 í kvöld.
Masters-mótið Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira