Tiger Woods varar fólk við að vanmeta sig á Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2023 14:15 Tiger Woods útilokar ekki að berjast á toppnum á Masters mótinu sem hefst í dag. Patrick Smith/Getty Images Tiger Woods, fimmfaldur meistari á Masters-mótinu í golfi, segir að fólk megi ekki afskrifa sig sem mögulegan sigurvegara í ár þrátt fyrir að hann geti ekki hreyft sig jafn vel og áður. Aðeins hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus hefur fagnað sigri oftar en Woods á Masters-mótinu, en Nicklaus vann mótið sex sinnum. Woods vann mótið í fyrsta sinn árið 1997 og hans seinasti sigur á mótinu kom svo 22 árum seinna, árið 2019. Þá var Woods að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki. Tiger Woods er af mörgum talinn einn allra besti kylfingur sögunnar, en hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár. Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021 og einhverjir óttuðust að hann gæti aldrei leikið golf á ný. Hann snéri þó til baka á Masters-mótið í fyrra og hafnaði í 47. sæti. „Hver veit hvort að ég sé ógn eða ekki í ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. „Fólk hafði líklega ekki trú á því að ég væri ógn 2019 en það gekk ágætlega. Áður en ég gekkst undir aðgerðina var ég ekki viss um að ég gæti haldið áfram að spila.“ „En ég gat haldið áfram og svo vildi svo skemmtilega til að ég vann risamót í leiðinni, en eftir slysið hefur þetta verið erfitt,“ bætti Woods við. Tiger Woods has arrived at Augusta. pic.twitter.com/Vg2AezddqY— PGA TOUR (@PGATOUR) April 2, 2023 Masters-mótið er nú þegar hafið, en tekið var forskot á sæluna með Par 3 keppninni í gær þar sem Tom Hoge stóð uppi sem sigurvegari. Hoge segist þó ekki hafa áhyggjur af bölvuninni sem virðist hvíla á þeirri keppni, en engum kylfingi hefur tekist að vinna Masters-mótið eftir að hafa sigrað Par 3 keppnina. Fyrstu menn eru svo lagðir af stað á fyrsta hring mótsins. Tiger Woods verður í ráshóp með Victor Hovland og Xander Schauffele og leggja þeir af stap klukkan tæplega tuttugu mínútur yfir tvö. Stöö 2 Sport 4 sýnir svo frá mótinu í beinni útsendingu alla helgina og verður farið í loftið frá fyrsta degi á slaginu klukkan 19:00 í kvöld. Masters-mótið Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Aðeins hinn goðsagnakenndi Jack Nicklaus hefur fagnað sigri oftar en Woods á Masters-mótinu, en Nicklaus vann mótið sex sinnum. Woods vann mótið í fyrsta sinn árið 1997 og hans seinasti sigur á mótinu kom svo 22 árum seinna, árið 2019. Þá var Woods að snúa aftur á golfvöllinn eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki. Tiger Woods er af mörgum talinn einn allra besti kylfingur sögunnar, en hann hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár. Woods lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021 og einhverjir óttuðust að hann gæti aldrei leikið golf á ný. Hann snéri þó til baka á Masters-mótið í fyrra og hafnaði í 47. sæti. „Hver veit hvort að ég sé ógn eða ekki í ár,“ sagði Woods á blaðamannafundi í gær. „Fólk hafði líklega ekki trú á því að ég væri ógn 2019 en það gekk ágætlega. Áður en ég gekkst undir aðgerðina var ég ekki viss um að ég gæti haldið áfram að spila.“ „En ég gat haldið áfram og svo vildi svo skemmtilega til að ég vann risamót í leiðinni, en eftir slysið hefur þetta verið erfitt,“ bætti Woods við. Tiger Woods has arrived at Augusta. pic.twitter.com/Vg2AezddqY— PGA TOUR (@PGATOUR) April 2, 2023 Masters-mótið er nú þegar hafið, en tekið var forskot á sæluna með Par 3 keppninni í gær þar sem Tom Hoge stóð uppi sem sigurvegari. Hoge segist þó ekki hafa áhyggjur af bölvuninni sem virðist hvíla á þeirri keppni, en engum kylfingi hefur tekist að vinna Masters-mótið eftir að hafa sigrað Par 3 keppnina. Fyrstu menn eru svo lagðir af stað á fyrsta hring mótsins. Tiger Woods verður í ráshóp með Victor Hovland og Xander Schauffele og leggja þeir af stap klukkan tæplega tuttugu mínútur yfir tvö. Stöö 2 Sport 4 sýnir svo frá mótinu í beinni útsendingu alla helgina og verður farið í loftið frá fyrsta degi á slaginu klukkan 19:00 í kvöld.
Masters-mótið Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira