Spennandi að fylgjast með þróun bóluefna gegn krabbameini Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. apríl 2023 15:46 Ólöf vill sjá meira fé varið í rannsóknir. Vísir/Vilhelm Íslenskur krabbameinslæknir segir fréttir um að bóluefni við krabbameini gætu litið dagsins ljós innan fárra ára vera spennandi. Sagan sýni þó að rannsóknir taki oftast lengri tíma en áætlað er. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma. Jafnvel innan næstu fimm ára. Hann segir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á landsspítalanum segir bóluefnin spennandi en slíkar rannsóknir taki tíma. „Það hefur verið mikill áhugi meðal krabbameinslækna að geta nýtt bóluefni betur og meira í meðferð við krabbameini. En það er svona á frumstigi, en mjög spennandi. “ Mikil framþróun sé í krabbameinslækningum. „Það er mikil framþróun í krabbameinslækningum. Ónæmisörvandi meðferð sem við höfum beitt gegn krabbameinum hefur breytt landslaginu. Margir lifa lengur og læknast af slíkum sjúkdómum. Þar er um þessa ónæmisörvandi meðferð að ræða. Þá reynum við að fá ónæmisfrumurnar til þess að ráðast á krabbameinsfrumurnar líka.“ Tíðni krabbbameina mun aukast. „Nýlega kom út spá um tíðni krabbameina almennt og á Íslandi mun tíðnin aukast mjög mikið. Það útskýrist af hækkandi aldri því þetta er sjúkdómur sem venjulega eldra fólk fær þó að fólk geti fengið krabbamein á öllum aldri.“ Er nógu miklu fé varið í rannsóknir? „Aldeilis ekki, það er eitthvað sem þarf að gera. Sérstaklega þarf að auka við hér heima en þessu er mikið sinnt erlendis. Ef það er eitthvað sem maður saknar hér heima er að það séu ekki byggðir upp innviðir.“ Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma. Jafnvel innan næstu fimm ára. Hann segir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á landsspítalanum segir bóluefnin spennandi en slíkar rannsóknir taki tíma. „Það hefur verið mikill áhugi meðal krabbameinslækna að geta nýtt bóluefni betur og meira í meðferð við krabbameini. En það er svona á frumstigi, en mjög spennandi. “ Mikil framþróun sé í krabbameinslækningum. „Það er mikil framþróun í krabbameinslækningum. Ónæmisörvandi meðferð sem við höfum beitt gegn krabbameinum hefur breytt landslaginu. Margir lifa lengur og læknast af slíkum sjúkdómum. Þar er um þessa ónæmisörvandi meðferð að ræða. Þá reynum við að fá ónæmisfrumurnar til þess að ráðast á krabbameinsfrumurnar líka.“ Tíðni krabbbameina mun aukast. „Nýlega kom út spá um tíðni krabbameina almennt og á Íslandi mun tíðnin aukast mjög mikið. Það útskýrist af hækkandi aldri því þetta er sjúkdómur sem venjulega eldra fólk fær þó að fólk geti fengið krabbamein á öllum aldri.“ Er nógu miklu fé varið í rannsóknir? „Aldeilis ekki, það er eitthvað sem þarf að gera. Sérstaklega þarf að auka við hér heima en þessu er mikið sinnt erlendis. Ef það er eitthvað sem maður saknar hér heima er að það séu ekki byggðir upp innviðir.“
Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira