Galið að MS hafi aðgang að upplýsingum um nýfædd börn og herji á foreldra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2023 20:48 Hulda gerir athugasemdir við að MS beini spjótum sínum að nýbökuðum foreldrum í þeim tilgangi að selja þeim stoðmjólk. Aðsend Móðir ungs barns er gagnrýnin á bæklinga sem Mjólkursamsalan hefur sent á foreldra ungra barna, þar sem Stoðmjólk, vara frá fyrirtækinu, er auglýst. „Þetta er bæklingur sem ég veit að ég á von á. Ég fékk þetta þegar dóttir mín fæddist fyrir fimm árum og vinkonur mínar sem eru með lítil börn hafa verið að fá þessa bæklinga,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa heyrt af því að nýbakaðir foreldrar hafi nýlega fengið stoðmjólkurbæklinga senda heim. Hún segir bæklingasendingar MS koma undarlega fyrir sjónir. Framan á bæklingnum, sem skartar mynd af ungu barni með pela, stendur „MS-stoðmjólk. Barnsins stoð og stytta.“ Hulda vakti fyrst máls á bæklingasendingunum á Twitter. Ég mun sturlast ef MS sendir mér aftur bækling heim um að litla barnið mitt þurfi stoðmjólk úr kú.Í fyrsta lagi: hvernig veit MS að ég var að eignast barn?Í öðru lagi, hafa þau leyfi til að senda mér póst, merktan mér eða nýfæddu barni mínu í markaðsskyni?Þetta er ógeðslegt.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) April 9, 2023 „Ég nota ekki mjólkurvörur og það er örugglega þess vegna sem þetta slær mig svona óþægilega. Það virðist vera að MS fái upplýsingar um hver eignast börn á Íslandi og hvenær, og sé að senda heim til foreldra sex til sjö mánaða barna auglýsingabækling um stoðmjólk, sem er vara frá þeim. Sem er bara galið,“ segir Hulda. Ekki fengust viðbrögð frá MS við vinnslu fréttarinnar en Þjóðskrá býður fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum aðgang að upplýsingum um nýfædd börn gegn gjaldi. Ekki liggur fyrir hvort MS nýti sér þessa þjónustu í markaðsstarfi sínu. Hulda minnist í þessu samhengi á Eimskipahjálmamálið sem vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum. Þá kom Reykjavíkurborg í veg fyrir að skólabörn í 1. bekk fengi gefins hjálma frá Eimskipum í samstarfi við Kiwanis-félagið, þar sem hjálmarnir voru merktir félaginu. „Í samhengi við þetta, þá er inni á Heilsuveru talað um Krakkalýsi, sem er vörumerki. Það er mælt með Smjörva, sem er líka vörumerki. Og þetta miðar að börnum, sem mér finnst galið,“ segir Hulda. Hún hefur sent Persónuvernd fyrirspurn vegna málsins. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar, af hverju þau hafi aðgang að þeim, og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona,“ segir Hulda. Hún tekur þá dæmi og spyr hvers vegna barnavöruverslanir megi ekki senda nýbökuðum foreldrum auglýsingaskeyti inn um lúguna. „Mæður bera oft höfuðábyrgð á næringu ungbarna sinna og það að senda markaðsefni eins og þetta heim til þreyttra mæðra eða feðra í orlofi sem hafa ef til vill ekki tíma og þrek í að setja mörk, tilkynna eða kvarta, er svo mikill yfirgangur.“ Breyttir tímar Hulda segir að það sem mestu máli skipti í þessu samhengi sé að ekki sé um lífsnauðsynlega vöru að ræða. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ segir Hulda. Í bæklingnum er meðal annars að leiðbeiningar um hvernig stoðmjólkur skal neytt. Neðst í horninu má svo sjá glaðbeitt barn.Aðsend Hulda er vegan, og neytir því engra dýraafurða. Hún segir að í vegansamfélaginu sé fólk alveg meðvitað um að börn þurfi fitusýrur, járn og önnur mikilvæg næringarefni. „En að vera að ota að okkur einhverjum ákveðnum vörum, bara af því að það var þannig í gamla daga, það er bara gamaldags finnst mér og gerir lítið úr þeirri þekkingu sem fólk getur aflað sér sjálft.“ Hún segist þó skilja að um sé að ræða einhverskonar leifar af gömlum tímum. „Við þurftum þetta í gamla daga, sem er skiljanlegt. Við þurftum þetta til að lifa af og það er eitthvað þjóðarstolt í þessu. Maður skilur menninguna og hefðina í þessu, en það eru bara breyttir tímar,“ segir Hulda. Börn og uppeldi Auglýsinga- og markaðsmál Persónuvernd Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Þetta er bæklingur sem ég veit að ég á von á. Ég fékk þetta þegar dóttir mín fæddist fyrir fimm árum og vinkonur mínar sem eru með lítil börn hafa verið að fá þessa bæklinga,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa heyrt af því að nýbakaðir foreldrar hafi nýlega fengið stoðmjólkurbæklinga senda heim. Hún segir bæklingasendingar MS koma undarlega fyrir sjónir. Framan á bæklingnum, sem skartar mynd af ungu barni með pela, stendur „MS-stoðmjólk. Barnsins stoð og stytta.“ Hulda vakti fyrst máls á bæklingasendingunum á Twitter. Ég mun sturlast ef MS sendir mér aftur bækling heim um að litla barnið mitt þurfi stoðmjólk úr kú.Í fyrsta lagi: hvernig veit MS að ég var að eignast barn?Í öðru lagi, hafa þau leyfi til að senda mér póst, merktan mér eða nýfæddu barni mínu í markaðsskyni?Þetta er ógeðslegt.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) April 9, 2023 „Ég nota ekki mjólkurvörur og það er örugglega þess vegna sem þetta slær mig svona óþægilega. Það virðist vera að MS fái upplýsingar um hver eignast börn á Íslandi og hvenær, og sé að senda heim til foreldra sex til sjö mánaða barna auglýsingabækling um stoðmjólk, sem er vara frá þeim. Sem er bara galið,“ segir Hulda. Ekki fengust viðbrögð frá MS við vinnslu fréttarinnar en Þjóðskrá býður fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum aðgang að upplýsingum um nýfædd börn gegn gjaldi. Ekki liggur fyrir hvort MS nýti sér þessa þjónustu í markaðsstarfi sínu. Hulda minnist í þessu samhengi á Eimskipahjálmamálið sem vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum. Þá kom Reykjavíkurborg í veg fyrir að skólabörn í 1. bekk fengi gefins hjálma frá Eimskipum í samstarfi við Kiwanis-félagið, þar sem hjálmarnir voru merktir félaginu. „Í samhengi við þetta, þá er inni á Heilsuveru talað um Krakkalýsi, sem er vörumerki. Það er mælt með Smjörva, sem er líka vörumerki. Og þetta miðar að börnum, sem mér finnst galið,“ segir Hulda. Hún hefur sent Persónuvernd fyrirspurn vegna málsins. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar, af hverju þau hafi aðgang að þeim, og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona,“ segir Hulda. Hún tekur þá dæmi og spyr hvers vegna barnavöruverslanir megi ekki senda nýbökuðum foreldrum auglýsingaskeyti inn um lúguna. „Mæður bera oft höfuðábyrgð á næringu ungbarna sinna og það að senda markaðsefni eins og þetta heim til þreyttra mæðra eða feðra í orlofi sem hafa ef til vill ekki tíma og þrek í að setja mörk, tilkynna eða kvarta, er svo mikill yfirgangur.“ Breyttir tímar Hulda segir að það sem mestu máli skipti í þessu samhengi sé að ekki sé um lífsnauðsynlega vöru að ræða. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ segir Hulda. Í bæklingnum er meðal annars að leiðbeiningar um hvernig stoðmjólkur skal neytt. Neðst í horninu má svo sjá glaðbeitt barn.Aðsend Hulda er vegan, og neytir því engra dýraafurða. Hún segir að í vegansamfélaginu sé fólk alveg meðvitað um að börn þurfi fitusýrur, járn og önnur mikilvæg næringarefni. „En að vera að ota að okkur einhverjum ákveðnum vörum, bara af því að það var þannig í gamla daga, það er bara gamaldags finnst mér og gerir lítið úr þeirri þekkingu sem fólk getur aflað sér sjálft.“ Hún segist þó skilja að um sé að ræða einhverskonar leifar af gömlum tímum. „Við þurftum þetta í gamla daga, sem er skiljanlegt. Við þurftum þetta til að lifa af og það er eitthvað þjóðarstolt í þessu. Maður skilur menninguna og hefðina í þessu, en það eru bara breyttir tímar,“ segir Hulda.
Börn og uppeldi Auglýsinga- og markaðsmál Persónuvernd Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira