Tesla reyndi að fá Karen til að hætta við tillögu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:00 Karen Róbertsdóttir fjárfestir ruggar bátnum hjá Tesla. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að taka tillögu Karenar Róbertsdóttur, fjárfestis, upp á aðalfundi í vor. Tillagan lýtur að lykilpersónuáhættu í ljósi áhugaleysis Elon Musk á fyrirtækinu undanfarin misseri. Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira