Hættur við að kaupa Man. Utd: „Tek ekki þátt í þessum farsa“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 08:00 Ákvörðun Glazer-fjölskyldunnar um að efna til þriðju umferðar tilboða í Manchester United bitnar á félaginu að mati Thomas Zilliacus sem er hættur við að reyna að kaupa félagið. Samsett/Getty Finnski frumkvöðullinn Thomas Zilliacus hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um að eignast Manchester United. Hann segir ákvörðun Glazer-fjölskyldunnar, núverandi eigenda enska stórveldisins, um að efna til þriðju umferðar tilboða í félagið vera farsa. Zilliacus er einn þriggja sem opinberlega hafa lagt fram betrumbætt tilboð í United eftir að efnt var til annarrar umferðar í söluferlinu. Hinir eru sjeikinn Jassim frá Katar og Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe sem er eigandi Ineos. Hinn 69 ára gamli Zilliacus hefur áður komið að finnska knattspyrnufélaginu HJK Helsinki og íshokkífélaginu Jokerit. Hann segir Glazer-fjölskylduna sína United vanvirðingu með því hvernig söluferlinu hafi verið háttað. „Þessar frestanir munu gera nýjum eiganda mjög erfitt fyrir við að búa til sigurlið fyrir næstu leiktíð,“ skrifaði Zilliacus á Twitter. „Tilboðsferlið er orðið að farsa, þar sem Glazer-fjölskyldan sýnir félaginu enga virðingu. Við Jim Ratcliffe og sjeikinn Jassim vorum allir tilbúnir að semja um kaup á United. Í staðinn ákváðu Glazerarnir að hefja nýja umferð,“ skrifaði Zilliacus og bætti við: „Ég tek ekki þátt í þessum farsa sem snýst um að hámarka gróðann fyrir seljendur á kostnað Manchester United.“ Zilliacus sagði frá því í síðasta mánuði að hann hygðist kaupa helmingshlut í United með það í huga að stuðningsmenn myndu kaupa hinn helminginn, og að þeir gætu þá haft aðkomu að ákvörðunum félagsins. Hin bandaríska Glazer-fjölskyldan keypti United fyrir 790 milljónir punda árið 2005 en tilkynnti í nóvember síðastliðnum að hún íhugaði að selja félagið. Fjölskyldan verðmetur United á 5-6 milljarða punda. Í fyrstu stóðu vonir til þess að sölurferlinu myndi ljúka fyrir lok leiktíðarinnar á Englandi en BBC segir að nú sé það talið ólíklegt. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Zilliacus er einn þriggja sem opinberlega hafa lagt fram betrumbætt tilboð í United eftir að efnt var til annarrar umferðar í söluferlinu. Hinir eru sjeikinn Jassim frá Katar og Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe sem er eigandi Ineos. Hinn 69 ára gamli Zilliacus hefur áður komið að finnska knattspyrnufélaginu HJK Helsinki og íshokkífélaginu Jokerit. Hann segir Glazer-fjölskylduna sína United vanvirðingu með því hvernig söluferlinu hafi verið háttað. „Þessar frestanir munu gera nýjum eiganda mjög erfitt fyrir við að búa til sigurlið fyrir næstu leiktíð,“ skrifaði Zilliacus á Twitter. „Tilboðsferlið er orðið að farsa, þar sem Glazer-fjölskyldan sýnir félaginu enga virðingu. Við Jim Ratcliffe og sjeikinn Jassim vorum allir tilbúnir að semja um kaup á United. Í staðinn ákváðu Glazerarnir að hefja nýja umferð,“ skrifaði Zilliacus og bætti við: „Ég tek ekki þátt í þessum farsa sem snýst um að hámarka gróðann fyrir seljendur á kostnað Manchester United.“ Zilliacus sagði frá því í síðasta mánuði að hann hygðist kaupa helmingshlut í United með það í huga að stuðningsmenn myndu kaupa hinn helminginn, og að þeir gætu þá haft aðkomu að ákvörðunum félagsins. Hin bandaríska Glazer-fjölskyldan keypti United fyrir 790 milljónir punda árið 2005 en tilkynnti í nóvember síðastliðnum að hún íhugaði að selja félagið. Fjölskyldan verðmetur United á 5-6 milljarða punda. Í fyrstu stóðu vonir til þess að sölurferlinu myndi ljúka fyrir lok leiktíðarinnar á Englandi en BBC segir að nú sé það talið ólíklegt.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira