Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2023 12:25 Þeir Ómar og Reynir hafa lengi eldað grátt silfur. Ómar segir frétt á mannlif.is vera hálfsannleik. Hann skuldi skattinum ekki krónu þrátt fyrir að í frétt Mannlífs komi fram að hann standi frammi fyrir himinhárri skuld. vísir/vilhelm/aðsend Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. „Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“ Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Þetta er nú ljóta ruglið. Ég fékk athugasemd frá skattinum við skattskil, þau voru leiðrétt í kjölfarið. Ég fékk sekt í framhaldinu sem hefur verið greidd að fullu og ég skulda skattinum ekki krónu,“ segir Ómar í samtali við Vísi; „hvorki ég, kona mín né félög sem okkur tengjast.“ Segir fréttina hálfsannleik sem oftast sé óhrekjandi lygi Á Mannlífsvefnum birtist nú í morgun frétt undir fyrirsögninni: „Ómar lögmaður skuldar skattinum tugmilljónir – Fasteign eiginkonunnar í Garðabæ kyrrsett“. Ómar birtist heldur skuggalegur á vef Mannlífs í morgun. Lögmaðurinn vill meina að hefndarhugur ritstjórans hafi ráðið skrifunum sem séu í besta falli hálfsannleikur.skjáskot Þar segir að Ómar megi sæta því að fasteign í Garðabæ, „sem skráð er á eiginkonu hans, Margréti Ýr Ingimarsdóttur, [hafi] verið kyrrsett vegna himinhárrar skattaskuldar.“ Í fréttinni segir að ekki liggi fyrir hvernig skuldin sé til komin vegna þess að Ómar hafi ekki svarað spurningum miðilsins. „Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs hefur fasteignin verið kyrrsett í framhaldi af því að bankareikningur lögmannsins var frystur,“ segir enn fremur í fréttinni. Er þetta þá algerlega úr lausu lofti gripið? „Nei, þetta var kyrrsett upphaflega. Og ég fékk sekt. Ég borgaði hana. „Case closed“. Ómar kallaði eftir staðfestingu frá skattinum þess efnis að allt sé í skilum hvað sig varði þar á bæ og má sjá skjáskot af bréfi þess efnis hér neðar. Ómar segist spurður ekki vera með tímalínu málsins alveg á hraðbergi. „Þetta kom upp 2022 og voru upphaflega deildar meiningar um fjárhæðir, eins og gengur og gerist. Þegar niðurstaðan lá fyrir í lok síðasta árs og í upphafi þessa, þá var allt borgað upp í topp.“ Telur hefndarhug ráða skrifunum Ómar telur að undirliggjandi sé að ritstjórinn Reynir sé að svala andúð sinni á sér með því að birta frétt sem er í meginatriðum röng. En þeir Ómar og Reynir hafa eldað grátt silfur lengi. „Þetta er smámál sem er verið að reyna að blása út af því að ég hef staðið Reyni Traustason ítrekað að rangfærslum i skrifum sínum. Hann hefur fengið fjóra áfellisdóma hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands eftir kvartanir mínar undan honum þar, fyrir viðskiptavini. Það leiddi til þess að maðurinn, sem borgaði honum fyrir falsfréttir sínar og illmælgi, hætti að borga honum.“ Spurður hvort hann hyggist kæra fréttaflutninginn segir Ómar erfitt að eltast við ærulausan mann sem Reynir sé. „Allt að einu er óhjákvæmilegt að íhuga málið og gera í það minnsta athugasemd við þessi skrif.“
Skattar og tollar Fjölmiðlar Lögmennska Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira