Ósammála um óvissuferðina Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 13:46 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson eru ósammála um framtíðina í efnahagsmálum. Vísir/Arnar/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra gefur lítið fyrir það sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, viðrar um efnahagsmálin í grein á Vísi í gær. Þorbjörg segir krónuna leiða af sér hærri vexti og fákeppni en Bjarni segir að hér dugi engar töfralausnir og ekki sé hægt að horfa til Evrópusambandsins í hvert skipti sem eitthvað bjátar á. „10 ára óvissuferð í boði Bjarna“ er yfirskriftin á greininni sem Þorbjörg skrifar og birt var á Vísi í gær. Í greininni fer Þorbjörg yfir stöðuna í efnahagsmálum hér á landi. Hún segir til að mynda að vextir hér hafi hækkað margfalt á við önnur ríki þar sem verðbólga er svipuð. Þorbjörg segir það vera staðreynd að hér á landi sé ekki jafnt gefið. Hér búi ein þjóð í krónuhagkerfi með hærri vöxtum og svo önnur, fyrirtækin sem gera sín viðskipti í öðrum gjaldmiðlum. „Alls eru þetta 248 fyrirtæki, þar á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Ástæða þess að fyrirtækin velja annan gjaldmiðil en krónu er einföld og mjög skiljanleg. Krónan kostar of mikið og er óútreiknanleg.“ Hún segir að vegna þessa hafi sífelldar vaxtahækkanir ekki áhrif á þessi fyrirtæki. Þær hafi hins vegar mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru inni í krónuhagkerfinu. „Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Krónan leiðir af sér hærri vexti og fákeppni því erlend fyrirtæki vilja ekki starfa í krónuhagkerfinu. Þau vilja stöðugleika. Þar af leiðandi vantar heilbrigða samkeppni á tryggingamarkaði, bankamarkaði, matvörumarkaði og víðar. Krónan er ljósmóðir fákeppninnar.“ Komist alltaf að sömu niðurstöðunni Bjarni segir í sinni grein að um tímabundna verðbólgu sé að ræða. Hann segir að ástæða sé til að hughreysta þingmann Viðreisnar með „nokkrum staðreyndum og ábendingum um góða stöðu okkar Íslendinga og aðgerðir sem eru líklegar til þess að tryggja að allt fari vel á endanum, þrátt fyrir tímabundna verðbólgu.“ Þá segir Bjarni að grein Þorbjargar veiti ágæta innsýn í hugarheim þeirra sem hafa misst trú á getu Íslendinga til að ráða sínum málum sjálf, þar með talið að reka hér sjálfstæða peningastenu. „Þeir sem glatað hafa allri trú á getu Íslendinga til að leysa úr innanlandsmálum af eigin rammleik komast alltaf að sömu niðurstöðunni; það þurfi að ganga í Evrópusambandið og taka upp nýja mynt. Með því leysist sjálfkrafa úr okkar helstu vandamálum og við taki betri tímar.“ Bjarni segir svo að það megi ganga að því sem vísu að Evrópusinnar gefi í og hækki róminn þegar halla fer á efnahagsmálin. Hann minnist þá annars skiptis þar sem fólk talaði fyrir því að taka upp Evru hér á landi: „Þess er skemmst að minnast að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var sannfærð um að við myndum aldrei losna úr gjaldeyrishöftum án upptöku evru. En það gerðist nú samt skömmu eftir að kjósendur höfðu valið nýja stefnu og í kjölfarið varð staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum sú besta í lýðveldissögunni.“ Ósammála um framtíðina Þorbjörg fullyrðir í lok sinnar greinar að hallarekstur ríkissjóðs verði áfram staðreynd út árið 2027. Hún segir að á vakt Bjarna hafi orðið „ævintýraleg útgjaldaaukning“ og að afleiðing hennar sé mörg hundruð milljarða króna halli. „Allt gerist þetta á vakt flokksins sem treystir engum nema sjálfum sér til að fara vel með skattfé. Á vakt flokksins sem farið hefur með völd í fjármálaráðuneytinu, með stuttu hléi, síðastliðinn áratug.“ Bjarni virðist þó vera bjartsýnn. Hann segir að í ríkisfjármálum skipti mestu að bæta afkomuna, draga úr hallanum, fjárfesta í innviðum og skapa skilyrði fyrir verðmætasköpun í framtíðinni. „Allt þetta gengur vonum framar um þessar mundir,“ segir hann. Þá segir Bjarni að afkoma ríkissjóðs batni ár frá ári og sé langt á undan áætlun. Ríkissjóður muni skila afgangi að nýju á tímabilinu samkvæmt nýrri fjármálaáætlun. Framtíðin verði björt ef haldið verður áfram á sömu braut. „Næstu tíu ár gætu jafnvel orðið enn betri en þau síðustu,“ segir hann. Að lokum segir Bjarni að vissulega verði um óvissuferð að ræða eins og Þorbjörg segir. „En úrræðagóðu fólki standa allir vegir opnir,“ segir hann þó. Efnahagsmál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„10 ára óvissuferð í boði Bjarna“ er yfirskriftin á greininni sem Þorbjörg skrifar og birt var á Vísi í gær. Í greininni fer Þorbjörg yfir stöðuna í efnahagsmálum hér á landi. Hún segir til að mynda að vextir hér hafi hækkað margfalt á við önnur ríki þar sem verðbólga er svipuð. Þorbjörg segir það vera staðreynd að hér á landi sé ekki jafnt gefið. Hér búi ein þjóð í krónuhagkerfi með hærri vöxtum og svo önnur, fyrirtækin sem gera sín viðskipti í öðrum gjaldmiðlum. „Alls eru þetta 248 fyrirtæki, þar á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Ástæða þess að fyrirtækin velja annan gjaldmiðil en krónu er einföld og mjög skiljanleg. Krónan kostar of mikið og er óútreiknanleg.“ Hún segir að vegna þessa hafi sífelldar vaxtahækkanir ekki áhrif á þessi fyrirtæki. Þær hafi hins vegar mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru inni í krónuhagkerfinu. „Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Krónan leiðir af sér hærri vexti og fákeppni því erlend fyrirtæki vilja ekki starfa í krónuhagkerfinu. Þau vilja stöðugleika. Þar af leiðandi vantar heilbrigða samkeppni á tryggingamarkaði, bankamarkaði, matvörumarkaði og víðar. Krónan er ljósmóðir fákeppninnar.“ Komist alltaf að sömu niðurstöðunni Bjarni segir í sinni grein að um tímabundna verðbólgu sé að ræða. Hann segir að ástæða sé til að hughreysta þingmann Viðreisnar með „nokkrum staðreyndum og ábendingum um góða stöðu okkar Íslendinga og aðgerðir sem eru líklegar til þess að tryggja að allt fari vel á endanum, þrátt fyrir tímabundna verðbólgu.“ Þá segir Bjarni að grein Þorbjargar veiti ágæta innsýn í hugarheim þeirra sem hafa misst trú á getu Íslendinga til að ráða sínum málum sjálf, þar með talið að reka hér sjálfstæða peningastenu. „Þeir sem glatað hafa allri trú á getu Íslendinga til að leysa úr innanlandsmálum af eigin rammleik komast alltaf að sömu niðurstöðunni; það þurfi að ganga í Evrópusambandið og taka upp nýja mynt. Með því leysist sjálfkrafa úr okkar helstu vandamálum og við taki betri tímar.“ Bjarni segir svo að það megi ganga að því sem vísu að Evrópusinnar gefi í og hækki róminn þegar halla fer á efnahagsmálin. Hann minnist þá annars skiptis þar sem fólk talaði fyrir því að taka upp Evru hér á landi: „Þess er skemmst að minnast að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var sannfærð um að við myndum aldrei losna úr gjaldeyrishöftum án upptöku evru. En það gerðist nú samt skömmu eftir að kjósendur höfðu valið nýja stefnu og í kjölfarið varð staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum sú besta í lýðveldissögunni.“ Ósammála um framtíðina Þorbjörg fullyrðir í lok sinnar greinar að hallarekstur ríkissjóðs verði áfram staðreynd út árið 2027. Hún segir að á vakt Bjarna hafi orðið „ævintýraleg útgjaldaaukning“ og að afleiðing hennar sé mörg hundruð milljarða króna halli. „Allt gerist þetta á vakt flokksins sem treystir engum nema sjálfum sér til að fara vel með skattfé. Á vakt flokksins sem farið hefur með völd í fjármálaráðuneytinu, með stuttu hléi, síðastliðinn áratug.“ Bjarni virðist þó vera bjartsýnn. Hann segir að í ríkisfjármálum skipti mestu að bæta afkomuna, draga úr hallanum, fjárfesta í innviðum og skapa skilyrði fyrir verðmætasköpun í framtíðinni. „Allt þetta gengur vonum framar um þessar mundir,“ segir hann. Þá segir Bjarni að afkoma ríkissjóðs batni ár frá ári og sé langt á undan áætlun. Ríkissjóður muni skila afgangi að nýju á tímabilinu samkvæmt nýrri fjármálaáætlun. Framtíðin verði björt ef haldið verður áfram á sömu braut. „Næstu tíu ár gætu jafnvel orðið enn betri en þau síðustu,“ segir hann. Að lokum segir Bjarni að vissulega verði um óvissuferð að ræða eins og Þorbjörg segir. „En úrræðagóðu fólki standa allir vegir opnir,“ segir hann þó.
Efnahagsmál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira